Golfdagurinn haldinn hátíðlegur á morgun 19. júní 2012 19:00 Í tilefni af Ólympíuviku ÍSÍ mun Golfsamband Íslands, í samstarfi við golfklúbba vítt og breitt um landið, standa að Golfdeginum sem verður haldinn miðvikudaginn 20. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sambandinu. „Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu árið 2016 í fyrsta sinn frá árinu 1904. Af þessu tilefni stendur GSÍ í samstarfi við ÍSÍ fyrir Golfdeginum til að kynna Íslendingum fyrir golfi sem Ólympíuíþrótt. Á Golfdeginum mun fjöldi golfklúbba vítt og breitt um landið taka á móti börnum og unglingum og kynna þeim fyrir golfíþróttinni sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Opið verður milli 16-19 á æfingasvæði golfklúbba um allt land þar sem börnum og unglingum verður kynnt íþróttin og kennd undirstöðuatriðin. Áhugasömum er bent á að kynna sér golfklúbba í sínu nágreni. Nýverið stofnaði GSÍ afrekssjóðinn Forskot í samstarfi við fyrirtækin Icelandair, Valitor, Íslandsbanka, og Eimskip með það að markmiði að koma íslenskum kylfingum inn á Ólympíuleikana árið 2016. Markið er sett hátt en ef marka má þann uppgang sem orðið hefur í íslensku golfi á undanförnum árum þá er stutt í það að Íslendingar eignist kylfinga í fremstu röð. Golf er í dag næstvinsælasta íþrótt landsins og eru um 17 þúsund manns félagar í golfklúbbi hér á landi. Stöðug fjölgun hefur verið meðal íslenskra kylfinga á undanförnum árum og er golfíþróttin líklega hvergi eins vinsæl og hér á Íslandi. Það er aldrei að vita nema að næsta Ólympíustjarna Íslands kynni sér golfíþróttina á Golfdeginum," að því er segir í fréttatilkynningu frá GSÍ Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Í tilefni af Ólympíuviku ÍSÍ mun Golfsamband Íslands, í samstarfi við golfklúbba vítt og breitt um landið, standa að Golfdeginum sem verður haldinn miðvikudaginn 20. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sambandinu. „Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu árið 2016 í fyrsta sinn frá árinu 1904. Af þessu tilefni stendur GSÍ í samstarfi við ÍSÍ fyrir Golfdeginum til að kynna Íslendingum fyrir golfi sem Ólympíuíþrótt. Á Golfdeginum mun fjöldi golfklúbba vítt og breitt um landið taka á móti börnum og unglingum og kynna þeim fyrir golfíþróttinni sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Opið verður milli 16-19 á æfingasvæði golfklúbba um allt land þar sem börnum og unglingum verður kynnt íþróttin og kennd undirstöðuatriðin. Áhugasömum er bent á að kynna sér golfklúbba í sínu nágreni. Nýverið stofnaði GSÍ afrekssjóðinn Forskot í samstarfi við fyrirtækin Icelandair, Valitor, Íslandsbanka, og Eimskip með það að markmiði að koma íslenskum kylfingum inn á Ólympíuleikana árið 2016. Markið er sett hátt en ef marka má þann uppgang sem orðið hefur í íslensku golfi á undanförnum árum þá er stutt í það að Íslendingar eignist kylfinga í fremstu röð. Golf er í dag næstvinsælasta íþrótt landsins og eru um 17 þúsund manns félagar í golfklúbbi hér á landi. Stöðug fjölgun hefur verið meðal íslenskra kylfinga á undanförnum árum og er golfíþróttin líklega hvergi eins vinsæl og hér á Íslandi. Það er aldrei að vita nema að næsta Ólympíustjarna Íslands kynni sér golfíþróttina á Golfdeginum," að því er segir í fréttatilkynningu frá GSÍ
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira