Shia LaBeouf í þriðja myndbandi Sigur Rósar BBI skrifar 18. júní 2012 15:49 Sigur Rós sendi frá sér þriðja myndbandið í verkefninu „The Valtari mystery film experiment" í dag. Alma Har'el gerir myndbandið, en hún er leikstjóri frá Ísrael og hefur unnið með listamönnum á borð við Beirut og Jack Penate. Leikarinn Shia LaBeouf leikur í myndbandinu. Þar kemur hann fram allsnakinn. Frammistaða hans hefur komið af stað athugasemdaflóði á youtube.com. Almenningur virðist frá sér numinn að geta loks barið heilögustu tól þessa leikara augum. Shia LeBeouf er vinsæll leikari og hefur meðal annars leikið í Transformers og Indiana Jones. The Valtari mystery film experiment er þáttur í kynningu plötunnar Valtari sem Sigur Rós sendi frá sér í vor. Hugmyndin gengur út á að fá kvikmyndagerðarmenn og leikstjóra til að gera myndbönd við lögin á plötunni án þess að hljómsveitin hafi neitt um þau að segja. Leikstjórarnir fá ákveðna þóknun og eru svo beðnir um að gera nákvæmlega það sem þeim dettur fyrst í hug þegar þeir heyra tónlistina. Myndböndin munu birtast á tveggja vikna fresti héðan í frá ef allt gengur eftir. Myndbandið sem birtist í dag er það þriðja í röðinni. Hin tvö voru gerð af Íslendingum, annað af Ragnari Kjartanssyni og hitt af Ingu Birgisdóttur, sem er systir Jónsa söngvara hljómsveitarinnar. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndbandið sem birtist í dag. Tónlist Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sigur Rós sendi frá sér þriðja myndbandið í verkefninu „The Valtari mystery film experiment" í dag. Alma Har'el gerir myndbandið, en hún er leikstjóri frá Ísrael og hefur unnið með listamönnum á borð við Beirut og Jack Penate. Leikarinn Shia LaBeouf leikur í myndbandinu. Þar kemur hann fram allsnakinn. Frammistaða hans hefur komið af stað athugasemdaflóði á youtube.com. Almenningur virðist frá sér numinn að geta loks barið heilögustu tól þessa leikara augum. Shia LeBeouf er vinsæll leikari og hefur meðal annars leikið í Transformers og Indiana Jones. The Valtari mystery film experiment er þáttur í kynningu plötunnar Valtari sem Sigur Rós sendi frá sér í vor. Hugmyndin gengur út á að fá kvikmyndagerðarmenn og leikstjóra til að gera myndbönd við lögin á plötunni án þess að hljómsveitin hafi neitt um þau að segja. Leikstjórarnir fá ákveðna þóknun og eru svo beðnir um að gera nákvæmlega það sem þeim dettur fyrst í hug þegar þeir heyra tónlistina. Myndböndin munu birtast á tveggja vikna fresti héðan í frá ef allt gengur eftir. Myndbandið sem birtist í dag er það þriðja í röðinni. Hin tvö voru gerð af Íslendingum, annað af Ragnari Kjartanssyni og hitt af Ingu Birgisdóttur, sem er systir Jónsa söngvara hljómsveitarinnar. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndbandið sem birtist í dag.
Tónlist Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira