Fáum sérlausnir ef ESB er samkvæmt sjálfu sér Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. júní 2012 08:00 Ísland er í góðri stöðu til að semja um sérlausnir frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, en fordæmi eru fyrir því í aðildarviðræðum ríkja við ESB að semja um sérlausnir frá sameiginlegri löggjöf. Þetta segir Dóra Sif Tynes hdl. en hún starfaði hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og sérsvið hennar er m.a Evrópuréttur. Þetta kemur fram í viðtali við Dóru Sif í nýjasta þættinum af Klinkinu. Dóra Sif segir að erfitt sé að fullyrða neitt um sjávarútvegsmálin, sérstaklega þar sem kafli um sjávarútveg hafi ekki enn verið opnaður, en samið hafi verið áður um ýmis konar sérlausnir og fordæmin tali sínu máli. Í fyrsta lagi megi nefna sérlausn sem Svíar og Finnar sömdu um frá sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB (e. CAP, common acricultural policy) en þá varð hugtakið heimskautalandbúnaður til og væntanlega myndi allur landbúnaður á Íslandi falla þar undir. „Menn sömdu líka um sérreglu á Möltu vegna kaupa á fasteignum, en Maltverjar óttuðust að það yrði of mikil ásælni útlendinga í að kaupa sumarhús á Möltu með þeim afleiðingum að fasteignaverð myndi rjúka upp. Þannig að menn hafa samið um ýmis konar sérlausnir. Það eru t.d ákvæði í Rómarsamningnum um sérlausnir sem komu til vegna sameiningar Þýskalands. Vegna stöðu Austur-Þýskalands var ákveðið að taka ákveðið tillit til þeirra sérstöku aðstæðna sem þar voru. Þannig að það er alþekkt að í aðildarsamningum sé tekist á við eitthvað nýtt álitaefni og jafnvel smíðuð ný regla sem gildir í bandalagsréttinum til frambúðar," segir Dóra Sif. Sjá má bút úr viðtali við Dóru Sif í Klinkinu þar sem hún fer yfir þetta álitaefni hér fyrir ofan. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Ísland er í góðri stöðu til að semja um sérlausnir frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, en fordæmi eru fyrir því í aðildarviðræðum ríkja við ESB að semja um sérlausnir frá sameiginlegri löggjöf. Þetta segir Dóra Sif Tynes hdl. en hún starfaði hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og sérsvið hennar er m.a Evrópuréttur. Þetta kemur fram í viðtali við Dóru Sif í nýjasta þættinum af Klinkinu. Dóra Sif segir að erfitt sé að fullyrða neitt um sjávarútvegsmálin, sérstaklega þar sem kafli um sjávarútveg hafi ekki enn verið opnaður, en samið hafi verið áður um ýmis konar sérlausnir og fordæmin tali sínu máli. Í fyrsta lagi megi nefna sérlausn sem Svíar og Finnar sömdu um frá sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB (e. CAP, common acricultural policy) en þá varð hugtakið heimskautalandbúnaður til og væntanlega myndi allur landbúnaður á Íslandi falla þar undir. „Menn sömdu líka um sérreglu á Möltu vegna kaupa á fasteignum, en Maltverjar óttuðust að það yrði of mikil ásælni útlendinga í að kaupa sumarhús á Möltu með þeim afleiðingum að fasteignaverð myndi rjúka upp. Þannig að menn hafa samið um ýmis konar sérlausnir. Það eru t.d ákvæði í Rómarsamningnum um sérlausnir sem komu til vegna sameiningar Þýskalands. Vegna stöðu Austur-Þýskalands var ákveðið að taka ákveðið tillit til þeirra sérstöku aðstæðna sem þar voru. Þannig að það er alþekkt að í aðildarsamningum sé tekist á við eitthvað nýtt álitaefni og jafnvel smíðuð ný regla sem gildir í bandalagsréttinum til frambúðar," segir Dóra Sif. Sjá má bút úr viðtali við Dóru Sif í Klinkinu þar sem hún fer yfir þetta álitaefni hér fyrir ofan. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira