15 milljónir til íslenskra afrekskylfinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2012 14:00 Birgir Leifur og Tinna eru meðal þeirra fimm sem njóta góðs af styrknum í ár. Mynd / Golf Tilkynnt var um stofnun afrekssjóðsins Forskot á blaðamannafundi hjá Golfsambandi Íslands í dag. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. Golf verður aftur keppnisíþróttagrein á Ólympíuleikunum árið 2016 eftir 100 ára hlé. Sjóðurinn á að styðja íslenska kylfinga til að ná því markmiði að komast á leikana. Til þess þurfa þeir að ná árangri á Evrópsku mótaröðinni eða PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Sjóðurinn styrkir fimm kylfinga um sem nemur 15 milljónum króna á árinu 2012. Kylfingarnir sem skipta með sér styrknum eru: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG Tinna Jóhannsdóttir, GK Stefán Már Stefánsson, GR Ólafur Björn Loftsson, NK Þórður Rafn Gissurarson, GR Stífar kröfur eru gerðar til íþróttamanna um ráðstöfun styrkjanna og ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín. Auk þess eru gerðir sérstakir samningar við hvern kylfing um að þeir virði reglur Íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar. Sjónvarpsviðtöl við Birgi Leif og Tinnu verða birt á Vísi síðar í dag. Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur: Væri fín afmælisgjöf að komast á Ólympíuleikana "Þetta skiptir alltaf miklu máli að fá fjármagn inn í þetta til þess að láta draumin rætast,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG í dag þegar greint var frá stofnun afrekssjóðsins Forskot. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. 14. júní 2012 16:00 Tinna: "Ég var búin með allt í buddunni“ "Áður en þessi dagur kom þá var ég búin með allt í buddunni. Stofnun afrekssjóðsins hefur mikla þýðingu fyrir okkur, þetta gefur okkur ákveðið frelsi og við þurfum ekki alltaf að vera með áhyggjur af peningum á meðan við erum að æfa og keppa,“ sagði atvinnukylfingurinn Tinna Jóhannsdóttir úr Keili við Vísi í dag þegar greint var frá stofnun nýs afrekssjóðs hjá Golfsambandi Íslands. 14. júní 2012 15:15 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tilkynnt var um stofnun afrekssjóðsins Forskot á blaðamannafundi hjá Golfsambandi Íslands í dag. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. Golf verður aftur keppnisíþróttagrein á Ólympíuleikunum árið 2016 eftir 100 ára hlé. Sjóðurinn á að styðja íslenska kylfinga til að ná því markmiði að komast á leikana. Til þess þurfa þeir að ná árangri á Evrópsku mótaröðinni eða PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Sjóðurinn styrkir fimm kylfinga um sem nemur 15 milljónum króna á árinu 2012. Kylfingarnir sem skipta með sér styrknum eru: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG Tinna Jóhannsdóttir, GK Stefán Már Stefánsson, GR Ólafur Björn Loftsson, NK Þórður Rafn Gissurarson, GR Stífar kröfur eru gerðar til íþróttamanna um ráðstöfun styrkjanna og ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín. Auk þess eru gerðir sérstakir samningar við hvern kylfing um að þeir virði reglur Íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar. Sjónvarpsviðtöl við Birgi Leif og Tinnu verða birt á Vísi síðar í dag.
Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur: Væri fín afmælisgjöf að komast á Ólympíuleikana "Þetta skiptir alltaf miklu máli að fá fjármagn inn í þetta til þess að láta draumin rætast,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG í dag þegar greint var frá stofnun afrekssjóðsins Forskot. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. 14. júní 2012 16:00 Tinna: "Ég var búin með allt í buddunni“ "Áður en þessi dagur kom þá var ég búin með allt í buddunni. Stofnun afrekssjóðsins hefur mikla þýðingu fyrir okkur, þetta gefur okkur ákveðið frelsi og við þurfum ekki alltaf að vera með áhyggjur af peningum á meðan við erum að æfa og keppa,“ sagði atvinnukylfingurinn Tinna Jóhannsdóttir úr Keili við Vísi í dag þegar greint var frá stofnun nýs afrekssjóðs hjá Golfsambandi Íslands. 14. júní 2012 15:15 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur: Væri fín afmælisgjöf að komast á Ólympíuleikana "Þetta skiptir alltaf miklu máli að fá fjármagn inn í þetta til þess að láta draumin rætast,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG í dag þegar greint var frá stofnun afrekssjóðsins Forskot. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. 14. júní 2012 16:00
Tinna: "Ég var búin með allt í buddunni“ "Áður en þessi dagur kom þá var ég búin með allt í buddunni. Stofnun afrekssjóðsins hefur mikla þýðingu fyrir okkur, þetta gefur okkur ákveðið frelsi og við þurfum ekki alltaf að vera með áhyggjur af peningum á meðan við erum að æfa og keppa,“ sagði atvinnukylfingurinn Tinna Jóhannsdóttir úr Keili við Vísi í dag þegar greint var frá stofnun nýs afrekssjóðs hjá Golfsambandi Íslands. 14. júní 2012 15:15