Þegar Paul Casey varð að draga sig úr keppni á US Open í golfi þá gladdist ungur 14 ára Kínverji. Sá heitir Andy Zhang og hann er á leiðinni á mótið í stað Casey.
Zhang verður yngsti þátttakandinn á US Open frá upphafi en Tadd Fuijkawa var sá yngsti en hann var 15 ára er hann fékk tækifæri árið 2006.
Zhang var annar á biðlista eftir því að komast á mótið eftir að hafa staðið sig vel á úrtökumóti í Flórída.
Verður afar áhugavert að fylgjast með hinum unga Zhang sem er mikið efni og mun fá mikla athygli fjölmiðla á mótinu.
Fjórtán ára Kínverji tekur þátt á US Open
