Það er stórhættulegt fyrir Ísland að losarabragur sé á hugmyndum forsetaframbjóðenda á valdsviði forseta, segir stjórnmálafræðingur sem rætt var við í öðrum þætti Stöðvar 2 um forsetakosningarnar.
„Já, það eru kannski alvarlegu tíðindin í þessari kosningabaráttu hvað stjórnskipun landsins virðist vera á miklu reiki í hugum forsetaefnanna. Þeir tala nánast eins og þeir séu forsetaframbjóðendur í sitthvoru ríkinu. Ólafur Ragnar virðist vera að feta sig inn á þann skilning að hér ríki forseta-þingræði. Það hefur verið alger jaðarskoðun hingað til, því Ísland er þinræðis lýðveldi.," segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur.
Hann telur að öfl í samfélaginu túlki ákvæði stjórnarskrár um forseta frjálslega, og lesi þau úr samhengi við önnur ákvæði. Sumir telji að forseti geti rofið þing og lagt fram frumvörp.
Og ef menn eru farnir að tala á þessum nótum þá er stutt í að menn geti tekið ýmis önnur ákvæði í stjórnarskránni. Þar segir til að mynda að forseti geri þjóðréttarsamninga við önnur ríki. Svo uppáhaldsákvæðið mitt sem segir að forseti veiti undanþágur frá lögum og reglum sem farið hefur verið eftir hingað til. Í rauninni er það stórhættulegt fyrir svona lítið land eins og okkar þegar svona losarabragur kemst á í umræðunni um grundvallaratriði stjórnskipunarinnar," segir Eiríkur Bergmann.
Innlent