Sjóbleikjan er mætt í Hrollleifsdalsá í Skagafirði Svavar Hávarðsson skrifar 30. júní 2012 00:00 Fjögurra punda glæsibleikja úr Hrollu, eða síðspikuð bleikja einsog Jón segist svo skemmtilega frá. Jón Gunnarsson og félagar Árnefnd Stangveiðifélags Keflavíkur fór fyrir nokkrum dögum norður í Skagafjörð til að sinna árvissum skyldustörfum við Hrollleifsdalsá í Skagafirði. Þegar menn höfðu uppfyllt skyldur sínar var kíkt niður í á og flugu kastað á líklegustu veiðistaðina. Reyndist töluvert magn af flottum fiski vera niður í Lóninu svokallaða en það er neðsti veiðistaður árinnar. Á land komu þrír urriðar 2-3 punda auk þess sem nokkrir vænir fiskar eltu flugur veiðimanna upp í harða land. Fiskarnir féllu allir fyrir andstreymistaktík þeirra félaga.Á heimasíðu SVFK segir svo frá Jóni nokkrum Gunnarssyni og félögum hans sem voru við veiðar í fyrradag, en þeir vildu ganga úr skugga um hvort sjóbleikjan væri mætt. Vart þarf að segja frá því hversu rígavænar bleikjurnar eru sem venja komur sínar í þessa frábæru á. Jóni segist svo frá: „Við fengum tvær spikfeitar og spegilsilfraðar á seinni vaktinni í Lóninu. Báðar tóku þær fluguna. Var önnur þeirra síðspikuð fjögurra punda og hin um tvö pund". Sagðist Jón jafnframt vera í fyrsta skipti að veiða í ánni og er greinilega mjög hrifin. „Ég bjóst við miklu minna vatni og öðruvísi á. Við fórum upp að veiðistað nr. 23 og veiddum niður úr og á fullt af veiðistöðum, hverjum öðrum fallegri. Ég á örugglega eftir að koma hingað aftur," segir Jón. Myndirnar sem fylgja fréttinni eru frá Jóni og veiðifélögum hans. SVFK hefur á sínum snærum mörg mjög spennandi veiðisvæði: Helstu veiðiár: Geirlandsá Fossálar Reykjadalsá í BorgarfirðiHrollleifsdalsá í Skagafirði Jónskvísl og Sýrlækur Grenlækur Flóðið svæði 4Hér má nálgast frekari upplýsingar og myndir frá veiðisvæðum SVFK. Skrá yfir laus veiðileyfi má sjá hér. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði
Árnefnd Stangveiðifélags Keflavíkur fór fyrir nokkrum dögum norður í Skagafjörð til að sinna árvissum skyldustörfum við Hrollleifsdalsá í Skagafirði. Þegar menn höfðu uppfyllt skyldur sínar var kíkt niður í á og flugu kastað á líklegustu veiðistaðina. Reyndist töluvert magn af flottum fiski vera niður í Lóninu svokallaða en það er neðsti veiðistaður árinnar. Á land komu þrír urriðar 2-3 punda auk þess sem nokkrir vænir fiskar eltu flugur veiðimanna upp í harða land. Fiskarnir féllu allir fyrir andstreymistaktík þeirra félaga.Á heimasíðu SVFK segir svo frá Jóni nokkrum Gunnarssyni og félögum hans sem voru við veiðar í fyrradag, en þeir vildu ganga úr skugga um hvort sjóbleikjan væri mætt. Vart þarf að segja frá því hversu rígavænar bleikjurnar eru sem venja komur sínar í þessa frábæru á. Jóni segist svo frá: „Við fengum tvær spikfeitar og spegilsilfraðar á seinni vaktinni í Lóninu. Báðar tóku þær fluguna. Var önnur þeirra síðspikuð fjögurra punda og hin um tvö pund". Sagðist Jón jafnframt vera í fyrsta skipti að veiða í ánni og er greinilega mjög hrifin. „Ég bjóst við miklu minna vatni og öðruvísi á. Við fórum upp að veiðistað nr. 23 og veiddum niður úr og á fullt af veiðistöðum, hverjum öðrum fallegri. Ég á örugglega eftir að koma hingað aftur," segir Jón. Myndirnar sem fylgja fréttinni eru frá Jóni og veiðifélögum hans. SVFK hefur á sínum snærum mörg mjög spennandi veiðisvæði: Helstu veiðiár: Geirlandsá Fossálar Reykjadalsá í BorgarfirðiHrollleifsdalsá í Skagafirði Jónskvísl og Sýrlækur Grenlækur Flóðið svæði 4Hér má nálgast frekari upplýsingar og myndir frá veiðisvæðum SVFK. Skrá yfir laus veiðileyfi má sjá hér. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði