Innlent

Aðeins einn forsetaframbjóðandi lagði á Esjuna

BBI skrifar
Hannes sagði að viðtalið á Esjunni væri hátindur kosningabaráttunnar.
Hannes sagði að viðtalið á Esjunni væri hátindur kosningabaráttunnar. Mynd/Kristófer Helgason
Hannes Bjarnason var eini forsetaframbjóðandinn sem mætti í viðtal í Reykjavík síðdegis á Esjunni í dag. Þáttarstjórnendurnir sendu þáttinn út af toppi Esjunnar í dag og buðu öllum forsetaframbjóðendunum að koma í viðtal.

Hannes var sá eini sem mætti og skákaði þar meðal annars gönguhrólfinum Ara Trausta, sem gefur sig sérstaklega út fyrir ást sína á fjöllum.

Hannes sagði réttilega í byrjun viðtalsins að gangan upp á Esjuna hefði verið upp í móti alla leið. Hann skokkaði þó síðasta sprettinn. Þetta var í fyrsta sinn sem Hannes gekk á Esjuna og fannst alger draumur að horfa yfir borgina.

Hann var ánægður að enda á toppnum og vonaði að þannig yrði það líka á laugardaginn. Hannes mun eyða kosningadeginum í Skagafirði.


Tengdar fréttir

Reykjavík síðdegis á Esjunni

Þeir félagarnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni munu standa skör hærra í þættinum í dag en venjulega því þeir ætla að senda þáttinn út ofan af Esjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×