Laxinn gefur sig í Svarthöfða í Borgarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. júní 2012 08:15 Þrír flottir úr Svarthöfða um miðja þessa viku. Mynd/Ingi Rafn Sigurðsson "Laxarnir tóku á stóra rauða frances flugu sem þó leit út eins og þýsk snælda," segir Ingi Rafn Sigurðsson sem lauk veiðum í Svarthöfða í Borgarfirði á miðvikudag og landaði tveimur löxum. Sigurður Pétursson frá Hellum í Bæjarsveit, faðir Inga, veiddi einn lax og missti tvo. Systir Inga missti hins vegar alla þrjá laxana sem hún setti í. Þótt Svarthöfði sé annálaður stórlaxastaður voru fiskarnir sem fjölskyldan veiddi að þessu sinni engir risar. Þeir voru á bilinu 4,2 til 6,0 pund. Svarthöfði er niður af ósum Flókadals- og Reykjadalsár þar sem árnar tvær renna í Hvítá. Stangveiði Mest lesið Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Gæsaveiðin fór vel af stað Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði
"Laxarnir tóku á stóra rauða frances flugu sem þó leit út eins og þýsk snælda," segir Ingi Rafn Sigurðsson sem lauk veiðum í Svarthöfða í Borgarfirði á miðvikudag og landaði tveimur löxum. Sigurður Pétursson frá Hellum í Bæjarsveit, faðir Inga, veiddi einn lax og missti tvo. Systir Inga missti hins vegar alla þrjá laxana sem hún setti í. Þótt Svarthöfði sé annálaður stórlaxastaður voru fiskarnir sem fjölskyldan veiddi að þessu sinni engir risar. Þeir voru á bilinu 4,2 til 6,0 pund. Svarthöfði er niður af ósum Flókadals- og Reykjadalsár þar sem árnar tvær renna í Hvítá.
Stangveiði Mest lesið Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Gæsaveiðin fór vel af stað Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði