Lax kominn á efra svæðið í Selá Trausti Hafliðason skrifar 28. júní 2012 14:54 George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ásamt Vigfúsi Orrasyni. Á ferð sinni til Íslands fyrir nokkrum árum veiddi hann lax í Leifsstaðarhyl snemma í júlí. Mynd / Veiðiklúbburinn Strengir Venjulega er efri hluti Selár í Vopnafirði ekki opinn laxveiðimönnum fyrr en eftir 10. júlí. Mjög gott vatn hefur verið í ánni og því var ákveðið að senda veiðimenn í smá könnunarleiðangur í fyrrakvöld að sögn Orra Vigfússonar, formanns Veiðiklúbbsins Strengs. Laxastiginn í neðri fossi Selár var opnaður um síðustu helgi og renndu sér strax tugir laxa upp hann. Veiðimennirnir, sem sendir voru á efra svæðið, settu strax í nokkra og komu þrír á land úr Leifsstaðahyl og Réttarhyl. „Áin hefur mikið hlýnað seinustu daga og þá á laxinn til að strika upp neðri fossinn og langt upp ána," segir Orri. „Við höfum verið að bíða með að velja góða veiðimenn á efra svæðið í Selá, en í svona árferði er yfirleitt mjög góð veiði í þeim hluta árinnar." Nýr laxastigi var byggður enn ofar í ánni og eru miklar vonir bundnar við hann að sögn Orra. „Nú getur laxinn farið á hrygningar- og uppeldissvæði eina 43 kílómetra, sem er langleiðina upp að Grímsstöðum á Fjöllum. Þetta er svipuð vegalengd og frá Reykjavík að Selfossi," segir Orri. "Auk þess er þarna mikil hliðará sem ber nafnið Selsá. Þar fóru laxar upp í fyrrahaust og þar eru áhugaverð hrygningarsvæði. Við félagarnir erum virkjunarsinnar, virkjum með náttúrunni, en látum hana að mestu ráða ferðinni. Vonandi tekst okkur að þrefalda veiðina á þessu merkilega vatnasvæði einu sinni enn."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði
Venjulega er efri hluti Selár í Vopnafirði ekki opinn laxveiðimönnum fyrr en eftir 10. júlí. Mjög gott vatn hefur verið í ánni og því var ákveðið að senda veiðimenn í smá könnunarleiðangur í fyrrakvöld að sögn Orra Vigfússonar, formanns Veiðiklúbbsins Strengs. Laxastiginn í neðri fossi Selár var opnaður um síðustu helgi og renndu sér strax tugir laxa upp hann. Veiðimennirnir, sem sendir voru á efra svæðið, settu strax í nokkra og komu þrír á land úr Leifsstaðahyl og Réttarhyl. „Áin hefur mikið hlýnað seinustu daga og þá á laxinn til að strika upp neðri fossinn og langt upp ána," segir Orri. „Við höfum verið að bíða með að velja góða veiðimenn á efra svæðið í Selá, en í svona árferði er yfirleitt mjög góð veiði í þeim hluta árinnar." Nýr laxastigi var byggður enn ofar í ánni og eru miklar vonir bundnar við hann að sögn Orra. „Nú getur laxinn farið á hrygningar- og uppeldissvæði eina 43 kílómetra, sem er langleiðina upp að Grímsstöðum á Fjöllum. Þetta er svipuð vegalengd og frá Reykjavík að Selfossi," segir Orri. "Auk þess er þarna mikil hliðará sem ber nafnið Selsá. Þar fóru laxar upp í fyrrahaust og þar eru áhugaverð hrygningarsvæði. Við félagarnir erum virkjunarsinnar, virkjum með náttúrunni, en látum hana að mestu ráða ferðinni. Vonandi tekst okkur að þrefalda veiðina á þessu merkilega vatnasvæði einu sinni enn."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði