Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. júní 2012 08:15 Steinbogi er myndaður af miklu grjóti sem gerir kelift að ganga þurrum fötum yfir Jöklu en hindrar jafnframt göngu laxfiska. Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs hefur frestað afgreiðslu erindis um breytingar á áður samþykktum fiskistiga við svokallaðan Steinboga í Jökulsá á Dal. Stiginn á að opna laxfiskum tugkílómetra leið á efri hluta Jöklu. Veiðifélagið vill nú lengja stigann um 20 metra og gera breytingar til að minnka notkun steypu. Skipulags- og mannvirkjanefnd hyggst fá umsagnir frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Fiskistofu og umhverfis- og héraðsnefnd auk þess að kynna almenningi framkvæmdina áður en breytingarbeiðnin er afgreidd. Í tölvupósti frá Arnari Ingólfssyni til Skipulagsstofnunar segir að framkvæmdin við laxastigann sé ótímabær og þess óskað að hún sé stöðvuð. Mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs segir að í tölvupósti Arnars, sem borist hafi víða, felist ásökun um að skipulags- og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins starfi fyrir framkvæmdaraðilann. Þessu hafnar nefndin afarið. Þá óskaði Skipulagsstofnun eftir upplýsingum frá sveitarstjórninni um það hvort framkvæmdirnar sem þegar eru hafnar við Steinboga séu í samræmi við samþykkt og útgefið framkvæmdaleyfi. Mannvirkjanefndin segir framkvæmdinar í fullu samræmi við framkvæmdaleyfi sem gefið var út í desember í fyrra og sé í gildi. "Nefndin bendir á að með fyrirhugaðri breytingu er verið að auka líkur á að framkvæmdin skili þeim árangri sem henni er ætlað. Einnig að stefnt er á að nota enga steypu við gerð fiskvegar en ekki hægt að útiloka það," segir mannvirkjanefndin. Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Framlengt í Grímsá og Hafralónsá Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Nessvæðið með 405 laxa eftir sumarið Veiði Efri hluti Elliðaánna að koma sterkt inn Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði
Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs hefur frestað afgreiðslu erindis um breytingar á áður samþykktum fiskistiga við svokallaðan Steinboga í Jökulsá á Dal. Stiginn á að opna laxfiskum tugkílómetra leið á efri hluta Jöklu. Veiðifélagið vill nú lengja stigann um 20 metra og gera breytingar til að minnka notkun steypu. Skipulags- og mannvirkjanefnd hyggst fá umsagnir frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Fiskistofu og umhverfis- og héraðsnefnd auk þess að kynna almenningi framkvæmdina áður en breytingarbeiðnin er afgreidd. Í tölvupósti frá Arnari Ingólfssyni til Skipulagsstofnunar segir að framkvæmdin við laxastigann sé ótímabær og þess óskað að hún sé stöðvuð. Mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs segir að í tölvupósti Arnars, sem borist hafi víða, felist ásökun um að skipulags- og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins starfi fyrir framkvæmdaraðilann. Þessu hafnar nefndin afarið. Þá óskaði Skipulagsstofnun eftir upplýsingum frá sveitarstjórninni um það hvort framkvæmdirnar sem þegar eru hafnar við Steinboga séu í samræmi við samþykkt og útgefið framkvæmdaleyfi. Mannvirkjanefndin segir framkvæmdinar í fullu samræmi við framkvæmdaleyfi sem gefið var út í desember í fyrra og sé í gildi. "Nefndin bendir á að með fyrirhugaðri breytingu er verið að auka líkur á að framkvæmdin skili þeim árangri sem henni er ætlað. Einnig að stefnt er á að nota enga steypu við gerð fiskvegar en ekki hægt að útiloka það," segir mannvirkjanefndin.
Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Framlengt í Grímsá og Hafralónsá Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Nessvæðið með 405 laxa eftir sumarið Veiði Efri hluti Elliðaánna að koma sterkt inn Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði