Keiliskonurnar Anna og Signý mætast í úrslitum Sigurður Elvar Þórólfsson á Leirdalsvelli skrifar 24. júní 2012 12:31 Anna Sólveig Snorradóttir og Signý Arnórsdóttir. seth Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili og Signý Arnórsdóttir úr Keili mætast í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli, heimavelli GKG. Anna hefur komið gríðarlega á óvart á þessu móti en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt, Signý sigraði á þessu móti árið 2009 og hún lék til úrslita í fyrra en tapaði þeim leik gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR. „Ég átti ekki von á þessu, það gat allt gerst, og ég er bara ánægð með þetta," sagði hin 17 ára gamla Anna Sólveg í morgun eftir að hún hafði lagt Ingunni Gunnarsdóttur úr GKG 5/4 í undanúrslitum. „Ég og Signý höfum ekki mæst áður að mig minnir en þetta verður bara skemmtilegt," sagði Anna Sólveig. „Þetta er í þriðja sinn sem ég fer í úrslit. Ég hef ekki leikið mikið gegn Önnu Sólveigu, enda er fimm ára aldursmunur á okkur, hún hefur leikið gríðarlega vel á þessu móti," sagði Signý Arnórsdóttir úr Keili eftir að hún hafði lagt Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili að velli í undanúrslitum 3/2. „Ég er að pútta mun betur á þessu móti en ég hef gert fram til þessa í sumar. Og heilt yfir er ég sátt við spilamennskuna hjá mér. Vonandi náum við Keilisþrennu á þessu móti," sagði Signý. Bróðir hennar. Rúnar Arnórsson, er í keppni um þriðja sætið á þessu móti í karlaflokki en Birgir Leifur Hafþórsson verður mótherji hans í dag. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili og Signý Arnórsdóttir úr Keili mætast í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli, heimavelli GKG. Anna hefur komið gríðarlega á óvart á þessu móti en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt, Signý sigraði á þessu móti árið 2009 og hún lék til úrslita í fyrra en tapaði þeim leik gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR. „Ég átti ekki von á þessu, það gat allt gerst, og ég er bara ánægð með þetta," sagði hin 17 ára gamla Anna Sólveg í morgun eftir að hún hafði lagt Ingunni Gunnarsdóttur úr GKG 5/4 í undanúrslitum. „Ég og Signý höfum ekki mæst áður að mig minnir en þetta verður bara skemmtilegt," sagði Anna Sólveig. „Þetta er í þriðja sinn sem ég fer í úrslit. Ég hef ekki leikið mikið gegn Önnu Sólveigu, enda er fimm ára aldursmunur á okkur, hún hefur leikið gríðarlega vel á þessu móti," sagði Signý Arnórsdóttir úr Keili eftir að hún hafði lagt Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili að velli í undanúrslitum 3/2. „Ég er að pútta mun betur á þessu móti en ég hef gert fram til þessa í sumar. Og heilt yfir er ég sátt við spilamennskuna hjá mér. Vonandi náum við Keilisþrennu á þessu móti," sagði Signý. Bróðir hennar. Rúnar Arnórsson, er í keppni um þriðja sætið á þessu móti í karlaflokki en Birgir Leifur Hafþórsson verður mótherji hans í dag.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira