Sebastian Vettel á ráspól í Valencia Birgir Þór Harðarson skrifar 23. júní 2012 17:01 Vettel mun ræsa fremstur í kappakstrinum á morgun. nordicphotos/afp Sebastian Vettel ók hraðasta allra um brautina í Valencia á Spáni í tímatökunum fyrir kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton á McLaren og Pastor Maldonado á Williams urðu þar á eftir. Hringtími Vettel var heilum þremur tíundu úr sekúntu hraðari en Hamiltons. Það verður að teljast nokkuð mikið í ljósi þess hve jöfn öll liðin hafa verið fram að þessu. Romain Grosjean og Kimi Raikkönen á Lotus munu ræsa í fjórða og fimmta sæti á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg var gríðarlega svekktur með að ná ekki að setja hraðari tíma. Hann kennir Lewis Hamilton um en sá þvældist fyrir Rosberg í síðasta tímatökuhringnum. Jenson Button náði ekki þeim árangri sem við var búist og ræsir aðeins níundi á ráslínunni. Á undan honum urðu Kamui Kobayashi á Sauber og Nico Hulkenberg á Force India. Annar Force India maður ræsir fyrir aftan Button, Paul di Resta. Ferrari-bílarnir komust ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Alonso segir þó að liðið hafi ekki átt í neinum sérstökum vandræðum í tímatökunni. Hann ræsir ellefti og Felipe Massa þrettándi, rétt á eftir Michael Schumacher. Alonso kennir lélegri stöðu um hversu jöfn keppnin er í ár. "Hvað frammistöðu varðar þá var þetta ein besta tímataka ársins hjá okkur. Hvað stöðuna varðar þá er þetta einhver sú versta." Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel ók hraðasta allra um brautina í Valencia á Spáni í tímatökunum fyrir kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton á McLaren og Pastor Maldonado á Williams urðu þar á eftir. Hringtími Vettel var heilum þremur tíundu úr sekúntu hraðari en Hamiltons. Það verður að teljast nokkuð mikið í ljósi þess hve jöfn öll liðin hafa verið fram að þessu. Romain Grosjean og Kimi Raikkönen á Lotus munu ræsa í fjórða og fimmta sæti á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg var gríðarlega svekktur með að ná ekki að setja hraðari tíma. Hann kennir Lewis Hamilton um en sá þvældist fyrir Rosberg í síðasta tímatökuhringnum. Jenson Button náði ekki þeim árangri sem við var búist og ræsir aðeins níundi á ráslínunni. Á undan honum urðu Kamui Kobayashi á Sauber og Nico Hulkenberg á Force India. Annar Force India maður ræsir fyrir aftan Button, Paul di Resta. Ferrari-bílarnir komust ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Alonso segir þó að liðið hafi ekki átt í neinum sérstökum vandræðum í tímatökunni. Hann ræsir ellefti og Felipe Massa þrettándi, rétt á eftir Michael Schumacher. Alonso kennir lélegri stöðu um hversu jöfn keppnin er í ár. "Hvað frammistöðu varðar þá var þetta ein besta tímataka ársins hjá okkur. Hvað stöðuna varðar þá er þetta einhver sú versta."
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira