Þóra Helga með bólgna tá eftir klaufalegt atvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2012 07:00 Stuðboltarnir Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir. Mynd / Daníel Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins ytra í dag klukkan 15 að íslenskum tíma. Byrjunarliðið verður tilkynnt einum og hálfum tíma fyrr. Fróðlegt verður að sjá hvort Sigurður Ragnar geri breytingar frá liðinu sem lagði Ungverja 3-0 á Laugardalsvelli á laugardaginn var. Katrín Ómarsdóttir átti afar fína innkomu á miðjuna fyrir Eddu Garðarsdóttur gegn Ungverjum auk þess sem Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu. „Allir varamennirnir sem komu inn á stóðu sig vel. Katrín lagði upp mark og Sandra María skoraði. Allar stelpurnar sem voru fyrir utan eiga líka heima í byrjunarliðinu. Það er gott að hafa alla þessa möguleika," segir Sigurður Ragnar. „Ég var ánægður með Eddu í síðasta leik en vildi gefa Katrínu Ómars tækifæri sem hafði verið mjög góð á æfingunum. Við sjáum þessar stelpur sem spila úti svo sjaldan að það var mikilvægt að sjá þær með landsliðinu. Katrín hefði allt eins getað verið í byrjunarliðinu. Hún hafði staðið sig vel á æfingum og ég er mjög hrifinn af henni," segir Sigurður Ragnar sem liggur fyrst og fremst áherslu á sigur en Búlgarir töpuðu síðasta leik sínum gegn Noregi 11-0. „Við gerum kröfu til okkar að vinna þennan leik. Það er samt ekki úrslitaatriði að vinna þær 12-0 af því að Noregur vann þær 11-0. Það er mjög ólíklegt að það reyni á markatölu í þessum riðli," segir Sigurður Ragnar og bendir á hve miklu máli heimavöllurinn skipti. „Það sést best á úrslitum búlgarska liðsins. Búlgarir töpuðu 11-0 í Noregi en bara 3-0 hérna í Búlgaríu þar sem Noregur skoraði tvö mörk í viðbótartíma. Bæði Norður-Írland og Belgía unnu bara 1-0 og Danir gerðu markalaust jafntefli í síðustu undankeppni." Allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn. Hólmfríður Magnúsdóttir kveinkaði sér aðeins í sköflungi á æfingunni í gær en Sigurður Ragnar telur að hún verði klár. Sigurður Ragnar hafði hins vegar kostulega sögu að segja af markverði liðsins Þóru Björgu Helgadóttur. „Við vorum að ganga inn í búningsklefann fyrir æfinguna. Þóra Helga var á inniskóm og dúndraði tánni framan á þröskuldinn og er að drepast í tánni. Það gæti verið að við þyrftum að deyfa hana á morgun því táin er bólgin. Þetta er frekar klaufalegt en við hlógum bara að þessu," segir Sigurður Ragnar sem telur að Þóra verði ekki í vandræðum með útspörk sín og markspyrnur í dag. Þóra birti í gærkvöldi mynd af bólgnu tánni. Hana má sjá hér. Leikur Búlgaríu og Íslands hefst klukkan 15. Hægt er að fylgjast með gangi mála í textalýsingu á heimasíðu UEFA, sjá hér. Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins ytra í dag klukkan 15 að íslenskum tíma. Byrjunarliðið verður tilkynnt einum og hálfum tíma fyrr. Fróðlegt verður að sjá hvort Sigurður Ragnar geri breytingar frá liðinu sem lagði Ungverja 3-0 á Laugardalsvelli á laugardaginn var. Katrín Ómarsdóttir átti afar fína innkomu á miðjuna fyrir Eddu Garðarsdóttur gegn Ungverjum auk þess sem Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu. „Allir varamennirnir sem komu inn á stóðu sig vel. Katrín lagði upp mark og Sandra María skoraði. Allar stelpurnar sem voru fyrir utan eiga líka heima í byrjunarliðinu. Það er gott að hafa alla þessa möguleika," segir Sigurður Ragnar. „Ég var ánægður með Eddu í síðasta leik en vildi gefa Katrínu Ómars tækifæri sem hafði verið mjög góð á æfingunum. Við sjáum þessar stelpur sem spila úti svo sjaldan að það var mikilvægt að sjá þær með landsliðinu. Katrín hefði allt eins getað verið í byrjunarliðinu. Hún hafði staðið sig vel á æfingum og ég er mjög hrifinn af henni," segir Sigurður Ragnar sem liggur fyrst og fremst áherslu á sigur en Búlgarir töpuðu síðasta leik sínum gegn Noregi 11-0. „Við gerum kröfu til okkar að vinna þennan leik. Það er samt ekki úrslitaatriði að vinna þær 12-0 af því að Noregur vann þær 11-0. Það er mjög ólíklegt að það reyni á markatölu í þessum riðli," segir Sigurður Ragnar og bendir á hve miklu máli heimavöllurinn skipti. „Það sést best á úrslitum búlgarska liðsins. Búlgarir töpuðu 11-0 í Noregi en bara 3-0 hérna í Búlgaríu þar sem Noregur skoraði tvö mörk í viðbótartíma. Bæði Norður-Írland og Belgía unnu bara 1-0 og Danir gerðu markalaust jafntefli í síðustu undankeppni." Allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn. Hólmfríður Magnúsdóttir kveinkaði sér aðeins í sköflungi á æfingunni í gær en Sigurður Ragnar telur að hún verði klár. Sigurður Ragnar hafði hins vegar kostulega sögu að segja af markverði liðsins Þóru Björgu Helgadóttur. „Við vorum að ganga inn í búningsklefann fyrir æfinguna. Þóra Helga var á inniskóm og dúndraði tánni framan á þröskuldinn og er að drepast í tánni. Það gæti verið að við þyrftum að deyfa hana á morgun því táin er bólgin. Þetta er frekar klaufalegt en við hlógum bara að þessu," segir Sigurður Ragnar sem telur að Þóra verði ekki í vandræðum með útspörk sín og markspyrnur í dag. Þóra birti í gærkvöldi mynd af bólgnu tánni. Hana má sjá hér. Leikur Búlgaríu og Íslands hefst klukkan 15. Hægt er að fylgjast með gangi mála í textalýsingu á heimasíðu UEFA, sjá hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira