Kobayashi og Maldonado þurfa að borga 5,5 milljónir í sekt Birgir Þór Harðarson skrifar 9. júlí 2012 17:00 Maldonado í kröppum dansi á Silverstone. nordicphotos/afp Pastor Maldonado og Kamui Kobayashi hafa verið sektaðir fyrir óhöpp sín í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Þeir aka fyrir Williams og Sauber. Maldonado ók inn í hlið Sergio Perez hjá Sauber með þeim afleiðingum að Perez þurfti að hætta keppni. Maldonado gat haldið áfram en var langt frá því að halda sama hraða og hann hafði fyrir óhappið. Williams-ökuþórinn segist einfaldlega hafa misst stjórn á bílnum inn í Brooklands-beygjuna. Þess vegna ók hann inn í hlið Perez. Dómarar eru hins vegar sannfærðir um að Maldonado hafi bremsað of hægt og þannig stofnað sér og keppinauti sínum í hættu. Fyrir þetta atvik þarf Maldonado að greiða 10.000 evrur. Það jafngildir rúmlega 1,5 milljónum íslenskra króna. Kamui Kobayashi var sektaður um heldur meira, eða 25.000 evrur. Það jafngildir tæplega fjórum milljónum íslenskra króna. Kamui ók niður þrjá vélvirkja þegar hann kom inn á þjónustusvæðið til að taka viðgerðarhlé. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir, aðeins lemstraðir eftir byltuna. Dómarar segja hann hafa bremsað of seint fyrir boxið og því komið of hratt að. Kamui viðurkennir það en segist ekki hafa getað stýrt bílnum því framhjólin voru bæði læst. Því fór sem fór. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Pastor Maldonado og Kamui Kobayashi hafa verið sektaðir fyrir óhöpp sín í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Þeir aka fyrir Williams og Sauber. Maldonado ók inn í hlið Sergio Perez hjá Sauber með þeim afleiðingum að Perez þurfti að hætta keppni. Maldonado gat haldið áfram en var langt frá því að halda sama hraða og hann hafði fyrir óhappið. Williams-ökuþórinn segist einfaldlega hafa misst stjórn á bílnum inn í Brooklands-beygjuna. Þess vegna ók hann inn í hlið Perez. Dómarar eru hins vegar sannfærðir um að Maldonado hafi bremsað of hægt og þannig stofnað sér og keppinauti sínum í hættu. Fyrir þetta atvik þarf Maldonado að greiða 10.000 evrur. Það jafngildir rúmlega 1,5 milljónum íslenskra króna. Kamui Kobayashi var sektaður um heldur meira, eða 25.000 evrur. Það jafngildir tæplega fjórum milljónum íslenskra króna. Kamui ók niður þrjá vélvirkja þegar hann kom inn á þjónustusvæðið til að taka viðgerðarhlé. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir, aðeins lemstraðir eftir byltuna. Dómarar segja hann hafa bremsað of seint fyrir boxið og því komið of hratt að. Kamui viðurkennir það en segist ekki hafa getað stýrt bílnum því framhjólin voru bæði læst. Því fór sem fór.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira