Kobayashi og Maldonado þurfa að borga 5,5 milljónir í sekt Birgir Þór Harðarson skrifar 9. júlí 2012 17:00 Maldonado í kröppum dansi á Silverstone. nordicphotos/afp Pastor Maldonado og Kamui Kobayashi hafa verið sektaðir fyrir óhöpp sín í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Þeir aka fyrir Williams og Sauber. Maldonado ók inn í hlið Sergio Perez hjá Sauber með þeim afleiðingum að Perez þurfti að hætta keppni. Maldonado gat haldið áfram en var langt frá því að halda sama hraða og hann hafði fyrir óhappið. Williams-ökuþórinn segist einfaldlega hafa misst stjórn á bílnum inn í Brooklands-beygjuna. Þess vegna ók hann inn í hlið Perez. Dómarar eru hins vegar sannfærðir um að Maldonado hafi bremsað of hægt og þannig stofnað sér og keppinauti sínum í hættu. Fyrir þetta atvik þarf Maldonado að greiða 10.000 evrur. Það jafngildir rúmlega 1,5 milljónum íslenskra króna. Kamui Kobayashi var sektaður um heldur meira, eða 25.000 evrur. Það jafngildir tæplega fjórum milljónum íslenskra króna. Kamui ók niður þrjá vélvirkja þegar hann kom inn á þjónustusvæðið til að taka viðgerðarhlé. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir, aðeins lemstraðir eftir byltuna. Dómarar segja hann hafa bremsað of seint fyrir boxið og því komið of hratt að. Kamui viðurkennir það en segist ekki hafa getað stýrt bílnum því framhjólin voru bæði læst. Því fór sem fór. Formúla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Pastor Maldonado og Kamui Kobayashi hafa verið sektaðir fyrir óhöpp sín í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Þeir aka fyrir Williams og Sauber. Maldonado ók inn í hlið Sergio Perez hjá Sauber með þeim afleiðingum að Perez þurfti að hætta keppni. Maldonado gat haldið áfram en var langt frá því að halda sama hraða og hann hafði fyrir óhappið. Williams-ökuþórinn segist einfaldlega hafa misst stjórn á bílnum inn í Brooklands-beygjuna. Þess vegna ók hann inn í hlið Perez. Dómarar eru hins vegar sannfærðir um að Maldonado hafi bremsað of hægt og þannig stofnað sér og keppinauti sínum í hættu. Fyrir þetta atvik þarf Maldonado að greiða 10.000 evrur. Það jafngildir rúmlega 1,5 milljónum íslenskra króna. Kamui Kobayashi var sektaður um heldur meira, eða 25.000 evrur. Það jafngildir tæplega fjórum milljónum íslenskra króna. Kamui ók niður þrjá vélvirkja þegar hann kom inn á þjónustusvæðið til að taka viðgerðarhlé. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir, aðeins lemstraðir eftir byltuna. Dómarar segja hann hafa bremsað of seint fyrir boxið og því komið of hratt að. Kamui viðurkennir það en segist ekki hafa getað stýrt bílnum því framhjólin voru bæði læst. Því fór sem fór.
Formúla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira