Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur í undanúrslit Kolbeinn Tumi Daðason á Valbjarnarvelli skrifar 8. júlí 2012 18:36 Oddur Björnsson var hetja Þróttara þegar liðið tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 3-0 sigri á Selfossi. Oddur skoraði tvö mörk auk þess að eiga stóran þátt í því þriðja. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik í úðanum á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Hálffæri buðust á hvorum enda vallarins en ekkert nógu gott til þess að leikmenn liðanna kæmu boltanum í netið. Markaleysið hvarf snemma í síðari hálfleik þegar Oddur Björnsson lék á Sigurð Eyberg, varnarmann Selfoss, og sendi boltann af stönginni og í netið. Leikurinn hafði verið jafn fram að markinu og hvorugt liðið líklegra. Eftir markið blésu gestirnir, sem leika í efstu deild, til sóknar gegn 1. deildarliðinu. Sóknarþungi gestanna varði í stundarfjórðung eða svo. Joe Tillen fékk frábært færi en Ögmundur varði skalla hans með fótunum. Þá átti Moustapha Cisse skot í stöng úr þröngu færi og Ögmundur varði fast skot Jóns Daða vel. Á 72. mínútu hristi varamaðurinn Andri Gíslason af sér Babacar Sarr sem fannst á sér brotið. Andri sendi fyrir markið frá hægri á Odd sem lagði boltann í tómt markið. Senegalinn var allt annað en sáttur að ekkert var dæmt en uppskera hans var aðeins gult spjald. Selfyssingar héldu áfram sókninni en flestum var ljóst að sigurinn myndi falla Þróttara megin. Þeir gerðu gestunum erfitt fyrir úti um allan völl, hentu sér fyrir skot þeirra og börðust um hvern bolta. Oddur Björnsson hirti einmitt boltann af harðfylgi af varnarmönnum Selfyssinga á 82. mínútu og eftir skot Vilhjálms Pálmasonar sem Ismet Duracak varði féll boltinn fyrir Andra Gíslason sem renndi honum í tómt markið. Sigur heimamanna í höfn. Þróttur verður fulltrúi neðri deildanna í undanúrslitum en auk þeirra hafa KR-ingar og Grindvíkingar tryggt sér sæti. Á morgun mætast svo Stjarnan og Fram í síðustu viðureign 8-liða úrslitanna. Oddur: Vill mæta Sveinbirni í undanúrslitum„Þetta er frábært. Gerist ekki betra," sagði Oddur Björnsson sem skoraði tvö og lagði upp þriðja mark Þróttara í kvöld. „Ég hefði aldrei skorað þessi mörk ef vörnin hefði ekki verið svona þétt," sagði Oddur sem hrósaði Kötturunum fyrir stuðning þeirra. Aðspurður um óskamótherja segist Oddur vilja fá heimaleik gegn Fram. „Það væri gaman að mæta Sveinbirni," sagði Oddur en Sveinbjörn Jónasson lék með Þrótti í fyrra og skoraði meðal annars þrennu þegar liðið sló Fram út úr bikarnum. Logi Ólafsson: Lélegasti leikur okkar á leiktíðinniLogi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var alls ekki sáttur með sína menn. „Við höfum vorkennt sjálfum okkur fyrir að hafa tapað leikjum sem við höfum talið okkur betri aðilann en nú vorum við verri aðilinn og töpuðum sanngjarnt," sagði Logi og fannst sínir menn ekki mæta klárir til leiks. „Menn hafa tilhneigingu til þess að athuga hvað þeir geta sloppið með lítið framlag. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu, sá lélegasti sem við höfum leikið á þessari leiktíð," sagði Logi Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Oddur Björnsson var hetja Þróttara þegar liðið tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 3-0 sigri á Selfossi. Oddur skoraði tvö mörk auk þess að eiga stóran þátt í því þriðja. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik í úðanum á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Hálffæri buðust á hvorum enda vallarins en ekkert nógu gott til þess að leikmenn liðanna kæmu boltanum í netið. Markaleysið hvarf snemma í síðari hálfleik þegar Oddur Björnsson lék á Sigurð Eyberg, varnarmann Selfoss, og sendi boltann af stönginni og í netið. Leikurinn hafði verið jafn fram að markinu og hvorugt liðið líklegra. Eftir markið blésu gestirnir, sem leika í efstu deild, til sóknar gegn 1. deildarliðinu. Sóknarþungi gestanna varði í stundarfjórðung eða svo. Joe Tillen fékk frábært færi en Ögmundur varði skalla hans með fótunum. Þá átti Moustapha Cisse skot í stöng úr þröngu færi og Ögmundur varði fast skot Jóns Daða vel. Á 72. mínútu hristi varamaðurinn Andri Gíslason af sér Babacar Sarr sem fannst á sér brotið. Andri sendi fyrir markið frá hægri á Odd sem lagði boltann í tómt markið. Senegalinn var allt annað en sáttur að ekkert var dæmt en uppskera hans var aðeins gult spjald. Selfyssingar héldu áfram sókninni en flestum var ljóst að sigurinn myndi falla Þróttara megin. Þeir gerðu gestunum erfitt fyrir úti um allan völl, hentu sér fyrir skot þeirra og börðust um hvern bolta. Oddur Björnsson hirti einmitt boltann af harðfylgi af varnarmönnum Selfyssinga á 82. mínútu og eftir skot Vilhjálms Pálmasonar sem Ismet Duracak varði féll boltinn fyrir Andra Gíslason sem renndi honum í tómt markið. Sigur heimamanna í höfn. Þróttur verður fulltrúi neðri deildanna í undanúrslitum en auk þeirra hafa KR-ingar og Grindvíkingar tryggt sér sæti. Á morgun mætast svo Stjarnan og Fram í síðustu viðureign 8-liða úrslitanna. Oddur: Vill mæta Sveinbirni í undanúrslitum„Þetta er frábært. Gerist ekki betra," sagði Oddur Björnsson sem skoraði tvö og lagði upp þriðja mark Þróttara í kvöld. „Ég hefði aldrei skorað þessi mörk ef vörnin hefði ekki verið svona þétt," sagði Oddur sem hrósaði Kötturunum fyrir stuðning þeirra. Aðspurður um óskamótherja segist Oddur vilja fá heimaleik gegn Fram. „Það væri gaman að mæta Sveinbirni," sagði Oddur en Sveinbjörn Jónasson lék með Þrótti í fyrra og skoraði meðal annars þrennu þegar liðið sló Fram út úr bikarnum. Logi Ólafsson: Lélegasti leikur okkar á leiktíðinniLogi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var alls ekki sáttur með sína menn. „Við höfum vorkennt sjálfum okkur fyrir að hafa tapað leikjum sem við höfum talið okkur betri aðilann en nú vorum við verri aðilinn og töpuðum sanngjarnt," sagði Logi og fannst sínir menn ekki mæta klárir til leiks. „Menn hafa tilhneigingu til þess að athuga hvað þeir geta sloppið með lítið framlag. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu, sá lélegasti sem við höfum leikið á þessari leiktíð," sagði Logi
Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira