Webber stal sigrinum á síðustu hringjunum Birgir Þór Harðarson skrifar 8. júlí 2012 14:01 Mark Webber hoppaði hæð sína á verðlaunapallinum. Hann átti rétt á því enda búinn að minnka bilið á milli hans og Alonso úr 20 í 13 stig í titilbaráttunni. nordicphotos/afp Mark Webber náði fyrsta sæti af Fernando Alonso þegar aðeins sjö hringir voru eftir af kappakstrinum. Red Bull-bíllinn fór betur með dekkin en Ferrari bíll Alonso. Alonso ræsti kappaksturinn á ráspól og hafði forystu allan kappaksturinn þangað til Webber stal fyrsta sæti með yfirvegaðri árás á Spánverjann niður Wellington kaflann. Þriðji varð Sebastian Vettel á Red Bull og fjórði Felipe Massa á Ferrari. Þessi tvö lið virðast nú vera líklegust til sigurs þegar hugað er að heimsmeistaratitlinum. Það ringdi eldi og brennisteini í gær og á föstudag. Kappaksturinn sjálfur fór þó fram í þurru. McLaren-liðið hefði örugglega frekar viljað bleytuna og gerðu jafnvel ráð fyrir að það myndi rigna. Jenson Button ræsti átjándi en endaði tíundi með eitt stig. Lewis Hamilton ræsti áttundi og endaði í sama sæti. Kimi Raikkönen lauk kappastrinum í fimmta sæti eftir að hafa ógnað Massa á síðustu hringjunum. Liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, endaði sjötti. Romain lenti í samstuði við Paul di Resta á fyrsta hring og þurft að fara inn á viðgerðarsvæðið svo hann féll í síðasta sæti. Hann ók hins vegar listavel og komst í stigin. Di Resta þurfti að hætta keppni. Michael Schumacher á Mercedes ræsti þriðji en endaði aðeins sjöundi eftir að hafa átt erfitt með að halda í við keppinauta sína út úr beygjum. Nico Rosberg náði ekki viðunandi árangri og endaði fimmtándi. Bruno Senna fékk enn á ný það erfiða verkefni að halda uppi merkjum Williams-liðsins eftir að Pastor Maldonado gerði enn eina skissuna. Maldonado reyndi að fara fram úr Sergio Perez en það tókst ekki betur en svo en hann ók inn í hliðina á Sauber-bíl Perez. Perez varð að hætta keppni en Maldonado gat haldið áfram. Hann átti samt aldrei séns eftir það og endaði sextándi. Kamui Kobayashi, liðsfélagi Perez hjá Sauber, lenti í því óláni að aka á viðgerðamenn sína þegar hann kom inn í þjónustustopp. Án þess að aka of hratt staðsetti hann bílinn vitlaust með fyrrgreindum afleiðingum. Liðsmenn Sauber leituðu aðstoðar í sjúkraskýlinu en óvíst er hvort þeir séu beinbrotnir. Næsta mót verður í Þýskalandi þann 22. júlí. Formúla Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Í beinni: Tottenham - Newcastle | Ná gestirnir fimmta sigrinum í röð? Enski boltinn Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mark Webber náði fyrsta sæti af Fernando Alonso þegar aðeins sjö hringir voru eftir af kappakstrinum. Red Bull-bíllinn fór betur með dekkin en Ferrari bíll Alonso. Alonso ræsti kappaksturinn á ráspól og hafði forystu allan kappaksturinn þangað til Webber stal fyrsta sæti með yfirvegaðri árás á Spánverjann niður Wellington kaflann. Þriðji varð Sebastian Vettel á Red Bull og fjórði Felipe Massa á Ferrari. Þessi tvö lið virðast nú vera líklegust til sigurs þegar hugað er að heimsmeistaratitlinum. Það ringdi eldi og brennisteini í gær og á föstudag. Kappaksturinn sjálfur fór þó fram í þurru. McLaren-liðið hefði örugglega frekar viljað bleytuna og gerðu jafnvel ráð fyrir að það myndi rigna. Jenson Button ræsti átjándi en endaði tíundi með eitt stig. Lewis Hamilton ræsti áttundi og endaði í sama sæti. Kimi Raikkönen lauk kappastrinum í fimmta sæti eftir að hafa ógnað Massa á síðustu hringjunum. Liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, endaði sjötti. Romain lenti í samstuði við Paul di Resta á fyrsta hring og þurft að fara inn á viðgerðarsvæðið svo hann féll í síðasta sæti. Hann ók hins vegar listavel og komst í stigin. Di Resta þurfti að hætta keppni. Michael Schumacher á Mercedes ræsti þriðji en endaði aðeins sjöundi eftir að hafa átt erfitt með að halda í við keppinauta sína út úr beygjum. Nico Rosberg náði ekki viðunandi árangri og endaði fimmtándi. Bruno Senna fékk enn á ný það erfiða verkefni að halda uppi merkjum Williams-liðsins eftir að Pastor Maldonado gerði enn eina skissuna. Maldonado reyndi að fara fram úr Sergio Perez en það tókst ekki betur en svo en hann ók inn í hliðina á Sauber-bíl Perez. Perez varð að hætta keppni en Maldonado gat haldið áfram. Hann átti samt aldrei séns eftir það og endaði sextándi. Kamui Kobayashi, liðsfélagi Perez hjá Sauber, lenti í því óláni að aka á viðgerðamenn sína þegar hann kom inn í þjónustustopp. Án þess að aka of hratt staðsetti hann bílinn vitlaust með fyrrgreindum afleiðingum. Liðsmenn Sauber leituðu aðstoðar í sjúkraskýlinu en óvíst er hvort þeir séu beinbrotnir. Næsta mót verður í Þýskalandi þann 22. júlí.
Formúla Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Í beinni: Tottenham - Newcastle | Ná gestirnir fimmta sigrinum í röð? Enski boltinn Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira