Fótbolti

Enginn leikmaður ómissandi hjá Inter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrea Stramaccioni, stjóri Inter.
Andrea Stramaccioni, stjóri Inter. Nordic Photos / AFP
Andrea Stramaccioni, stjóri Inter, segir að allir leikmenn séu falir fyrir rétt verð og að enginn leikmaður sé ómissandi fyrir félagið.

Sem fyrr hefur Hollendingurinn Wesley Sneijder verið orðaður við önnur lið en ljóst er að Inter ætlar ekki að láta hann ódýrt frá sér.

„Sneijder er mikilvægur leikmaður en ég get ekki sagt að hann sé ekki til sölu," sagði Stramaccioni. „Það er ekki innan míns valdsviðs. Ég myndi bara biðja forseta félagsins um að íhuga málin varlega ef félaginu bærist tilboð."

Það gekk á ýmsu hjá Inter á síðustu leiktíð. Liðið hafnaði í sjötta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og spilar því ekki í Meistaradeild Evrópu í vetur. Ljóst er að þó nokkrar breytingar verða á leikmannahópi liðsins í sumar.

Diego Forlan og Lucio eru þegar farnir og þá hefur þeim Julio Cesar og Dejan Stankovic verið sagt að þeirra sé ekki lengur þörf hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×