Menning

Hvað veldur vinsældum erótískrar ástarsögu?

BBI skrifar
Bækur. Mynd úr safni.
Bækur. Mynd úr safni.
Önnur hver húsfrú í Bandaríkjunum er með erótísku ástarsöguna 50 shades of grey á náttborðinu hjá sér um þessar mundir. Sif Jóhannsdóttir hjá Forlaginu efast ekki um að bókin muni slá í gegn meðal íslenskra kvenna þegar hún kemur út í september á þessu ári.

Sif telur að vinsældir bókarinnar orsakist öðrum þræði af lipurlegum stíl höfundar og aðgengileika textans. Sif ræddi efnistök bókarinnar og vinsældir í Reykjavík Síðdegis í dag.

„Textinn er svo svakalega læsilegur. Hann grípur lesandann algerum heljartökum. Hann getur ekkert lagt bókina frá sér," segir Sif.

50 Shades of Grey er ástarsaga sem kom út á síðasta ári. Hún er fyrsta bókin í þríleik höfundarins E. L. James. Í bókinni er gengið lengra en almennt tíðkast í lýsingum á kynlífi. Hún hefur trónað á toppi sölulista víðsvegar um heiminn og selst í 20 milljón eintökum í 37 löndum.

Bókin segir frá ungri stúlku og auðjöfri sem hún kynnist. Þau taka saman en fortíð auðjöfursins einkennist af BDSM kynlífi en stúlkan hefur ekki upplifað nokkuð þvílíkt áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×