Af sérfræðiöpum Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2012 11:30 Þeirri skoðun virðist hafa vaxið ásmegin undanfarið að svokallaðir sérfræðingar séu oft og tíðum lítils virði og benda menn þá oft á að sprenglærðir bankamenn hafi nærri sett landið á hausinn. Slíkur málflutningur hefur án vafa gengið of langt síðustu ár. Það er hæpið að ætla að við værum betur sett án lækna á bráðamóttöku eða lögfræðinga í Hæstarétti. Sérfræðingar taka jafnan ákvarðanir í samræmi við viðtekin fræði. Hinn valkosturinn er væntanlega að notast við tilfinningu, ágiskun eða hugmyndafræði. Sá valkostur hljómar ekki vel. Að því sögðu má finna sannleikskorn í orðræðunni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ýmsar tegundir sérfræðinga eru of kokhraustar þegar kemur að því að spá fyrir um óvissa framtíð. Í frægri tilraun sálfræðingsins Philip Tetlock voru 284 álitsgjafar fengnir til þess að spá fyrir um þróun í stjórn- og efnahagsmálum nokkur ár fram í tímann. Undir þá var borinn fjöldi mögulegra atburða og þeir beðnir um að meta líkur á ólíkum útkomum. Niðurstöðurnar reyndust ansi vandræðalegar því álitsgjafarnir stóðu sig að meðaltali verr en ef þeir hefðu sagt jafnar líkur á útkomunum. Með öðrum orðum stóðu þeir sig ekki betur en apar að kasta pílum á spjald. Svipaðar rannsóknir benda til þess að einföld þumalputtaregla (eða flóknari stærðfræðijafna) standi sig betur við spágerð en fjölmargar tegundir sérfræðinga. En hvenær má treysta sérfræðingum? Oft, en það ber að vara sig þegar þeir spá fyrir um framtíðina. Til þess að slíkar spár séu traustsins verðar verða tvö skilyrði að vera uppfyllt. Spárnar verða að varða svið sem er nokkuð reglubundið auk þess sem viðkomandi verður að hafa hlotið langvarandi þjálfun. Gott en kannski öfgafullt dæmi er skák sem er bæði flókin og reglubundin. Afburðaskákmenn geta af mikilli færni spáð fyrir um hvert skák mun þróast þar sem þeir hafa kynnst lögmálum skáklistarinnar við æfingar um árabil. Svipaða sögu má segja um hinar ýmsu starfsstéttir sem starfa í umhverfi þar sem reglu, mismikla auðvitað, er að finna. Málið er einfaldlega að því óreiðukenndara sem umhverfi er, því erfiðara er að spá fyrir um þróun þess. Vangeta margra sérfræðinga við spágerð stafar ekki af óhæfi heldur fremur því að verkefnið, spágerð, hefur sjaldnast einfalda lausn. Það stoðar því lítið að áfellast sérfræðinga fyrir að hafa spáð vitlaust hafi spádómurinn varðað flókið og óreglulegt gangverk, svo sem hegðun mannskepnunnar. Og hvað þá að dæma menn eða stéttir úr leik þar sem viðkomandi höfðu einhvern tímann rangt fyrir sér! Það sem er hægt að gagnrýna er að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því hve erfitt verkefnið var. Það er sjaldnast endurmenntun sem svokallaða sérfræðinga skortir, það er miklu frekar auðmýkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Þeirri skoðun virðist hafa vaxið ásmegin undanfarið að svokallaðir sérfræðingar séu oft og tíðum lítils virði og benda menn þá oft á að sprenglærðir bankamenn hafi nærri sett landið á hausinn. Slíkur málflutningur hefur án vafa gengið of langt síðustu ár. Það er hæpið að ætla að við værum betur sett án lækna á bráðamóttöku eða lögfræðinga í Hæstarétti. Sérfræðingar taka jafnan ákvarðanir í samræmi við viðtekin fræði. Hinn valkosturinn er væntanlega að notast við tilfinningu, ágiskun eða hugmyndafræði. Sá valkostur hljómar ekki vel. Að því sögðu má finna sannleikskorn í orðræðunni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ýmsar tegundir sérfræðinga eru of kokhraustar þegar kemur að því að spá fyrir um óvissa framtíð. Í frægri tilraun sálfræðingsins Philip Tetlock voru 284 álitsgjafar fengnir til þess að spá fyrir um þróun í stjórn- og efnahagsmálum nokkur ár fram í tímann. Undir þá var borinn fjöldi mögulegra atburða og þeir beðnir um að meta líkur á ólíkum útkomum. Niðurstöðurnar reyndust ansi vandræðalegar því álitsgjafarnir stóðu sig að meðaltali verr en ef þeir hefðu sagt jafnar líkur á útkomunum. Með öðrum orðum stóðu þeir sig ekki betur en apar að kasta pílum á spjald. Svipaðar rannsóknir benda til þess að einföld þumalputtaregla (eða flóknari stærðfræðijafna) standi sig betur við spágerð en fjölmargar tegundir sérfræðinga. En hvenær má treysta sérfræðingum? Oft, en það ber að vara sig þegar þeir spá fyrir um framtíðina. Til þess að slíkar spár séu traustsins verðar verða tvö skilyrði að vera uppfyllt. Spárnar verða að varða svið sem er nokkuð reglubundið auk þess sem viðkomandi verður að hafa hlotið langvarandi þjálfun. Gott en kannski öfgafullt dæmi er skák sem er bæði flókin og reglubundin. Afburðaskákmenn geta af mikilli færni spáð fyrir um hvert skák mun þróast þar sem þeir hafa kynnst lögmálum skáklistarinnar við æfingar um árabil. Svipaða sögu má segja um hinar ýmsu starfsstéttir sem starfa í umhverfi þar sem reglu, mismikla auðvitað, er að finna. Málið er einfaldlega að því óreiðukenndara sem umhverfi er, því erfiðara er að spá fyrir um þróun þess. Vangeta margra sérfræðinga við spágerð stafar ekki af óhæfi heldur fremur því að verkefnið, spágerð, hefur sjaldnast einfalda lausn. Það stoðar því lítið að áfellast sérfræðinga fyrir að hafa spáð vitlaust hafi spádómurinn varðað flókið og óreglulegt gangverk, svo sem hegðun mannskepnunnar. Og hvað þá að dæma menn eða stéttir úr leik þar sem viðkomandi höfðu einhvern tímann rangt fyrir sér! Það sem er hægt að gagnrýna er að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því hve erfitt verkefnið var. Það er sjaldnast endurmenntun sem svokallaða sérfræðinga skortir, það er miklu frekar auðmýkt.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun