Að elska límmiðann sinn Pawel Bartoszek skrifar 6. júlí 2012 11:30 Það gekk mynd um vefinn fyrir nýafstaðnar forsetakosningar þar sem allir frambjóðendur voru spurðir hvort þeir litu á sig sem femínista. Konurnar hófu svörin með "jái" en karlarnir með hvers kyns skilyrðingum. Það var vissulega athyglisvert. Ég lít á mig sem kapítalista, sem er reyndar ekki alltaf jákvætt orð í okkar umræðumenningu. Ef ég mætti sjálfur búa til skilgreiningu á kapítalista þá væri það "sá sem ber virðingu fyrir eigum annarra". Nú gæti ég spurt frambjóðendur í hin og þessi embætti hvort þeir litu á sig sem "kapítalista" og vopnaður minni eigin skilgreiningu á hugtakinu komist að því að fullt af íslenskum stjórnmálamönnum bæri enga virðingu fyrir eigum fólks. En það hefði ekki verið það sem ég hefði spurt að, heldur hvort þau litu á sig sem kapítalista. Og af einhverjum ástæðum leggja sumir aðra og neikvæðari merkingu í það orð en ég. Það er alltaf ákveðinn vandi þegar þeir sem aðhyllast stefnur eru látnir skilgreina þær. Slíkum skilgreiningum er oftar en ekki ætlað að afla fylgis við stefnuna. Víðtækasta skilgreining á femínisma virðist þannig fela í sér ekkert róttækara en þá skoðun að konur og karlar skuli jöfn í hvívetna. Það er auðvitað ekki fyrir nokkurn hugsandi mann að fallast ekki á þann grunnramma. En einhvern veginn þá virðist sem femínismi, svo langt sem líta megi á hann sem einhverja eina stefnu, sé mun meira en það. Það er ákveðið bragð í rökræðum að láta viðmælanda sinn fallast á eina skilgreiningu hugtaks en nota svo allt aðra skilgreiningu sama hugtaks í áframhaldandi umræðu. Í umræðu um femínisma er þetta dálítið svona og þess vegna á ég sjálfur erfitt með að líma á mig þann límmiða. Ekki vegna þess hvernig femínisminn skilgreinir sig sjálfur heldur vegna þess sem nánast undantekningarlaust fylgir með. Ég styð það til dæmis ekki að strákar séu valdir í framhaldsskóla fram yfir stúlkur með hærri einkunnir bara til að rétt "kynjahlutföll" haldist í skólanum. Þetta er gert í dag og þetta er afleiðing opinberrar stefnu og jafnréttislaga, sem þeir sem opinberlega tala fyrir femínisma styðja undantekningarlítið. Mér er það hulin gáta hvernig það að segja við 15 ára manneskju að hún hefði komist í Verzló ef hún væri af öðru kyni sé skref í jafnréttisátt. Mér finnst það hæpið að segja fólki sem á og rekur fyrirtæki hver megi og megi ekki sitja í stjórnum þeirra. Ég styð það ekki að í bullandi samdrætti séu lagðar dagsektir á fyrirtæki sem semja ekki jafnréttisáætlun í tæka tíð. Ég er verulega efins um að það gangi að opinber kosningalög taki mið af kynferði frambjóðenda við úthlutun sæta á þingi eða í sveitarstjórn. Ég styð staðgöngumæðrun. Mér finnst femínísk umræða um klám og kynlíf ekki endilega stuðla að því að gera fólk hreinskilnara um sitt mannlega eðli. Ég veit ekki hvort stuðningur við kynjakvóta, til dæmis við inntöku í framhaldsskóla, sé forsenda þess að einhver geti kallað sig femínista en einhvern veginn virðast langflestir þeirra sem bera þá nafnbót hvað stoltastir undantekningarlítið styðja slíkt. Ég veit ekki hvort menn þurfa að vilja banna konum að bera börn fyrir aðrar konur til að teljast femínistar en það virðist sem þorri femínista geri það. Nú segi ég ekki að þetta séu allt auðveldar spurningar. Þær eru margar spennandi og allrar umræðu verðar. En spurningar á borð við "Hér er barmmerkið mitt, af hverju viltu ekki setja það á þig?" eru það síður. Mér fyndist það rökrétt lokamarkmið að orðin "kyn", "karl" eða "kona" kæmu ekki fyrir í lögum. Á meðan vilja aðrir sjá þau sem víðast. Þar greinir mig og marga femínista á. Að lokum: Nýlega ályktaði umboðsmaður Alþingis að mismunun nemenda á grundvelli búsetu foreldra stæðist ekki lög. Satt að segja þætti mér ekki leiðinlegt að sjá kynjamismunun fara sömu leið. Einhvern veginn finnst mér hæpið að velja 15 ára fólk í framhaldsskóla á grundvelli kyns og finnst vont þegar menn gera slíkt í nafni jafnréttis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það gekk mynd um vefinn fyrir nýafstaðnar forsetakosningar þar sem allir frambjóðendur voru spurðir hvort þeir litu á sig sem femínista. Konurnar hófu svörin með "jái" en karlarnir með hvers kyns skilyrðingum. Það var vissulega athyglisvert. Ég lít á mig sem kapítalista, sem er reyndar ekki alltaf jákvætt orð í okkar umræðumenningu. Ef ég mætti sjálfur búa til skilgreiningu á kapítalista þá væri það "sá sem ber virðingu fyrir eigum annarra". Nú gæti ég spurt frambjóðendur í hin og þessi embætti hvort þeir litu á sig sem "kapítalista" og vopnaður minni eigin skilgreiningu á hugtakinu komist að því að fullt af íslenskum stjórnmálamönnum bæri enga virðingu fyrir eigum fólks. En það hefði ekki verið það sem ég hefði spurt að, heldur hvort þau litu á sig sem kapítalista. Og af einhverjum ástæðum leggja sumir aðra og neikvæðari merkingu í það orð en ég. Það er alltaf ákveðinn vandi þegar þeir sem aðhyllast stefnur eru látnir skilgreina þær. Slíkum skilgreiningum er oftar en ekki ætlað að afla fylgis við stefnuna. Víðtækasta skilgreining á femínisma virðist þannig fela í sér ekkert róttækara en þá skoðun að konur og karlar skuli jöfn í hvívetna. Það er auðvitað ekki fyrir nokkurn hugsandi mann að fallast ekki á þann grunnramma. En einhvern veginn þá virðist sem femínismi, svo langt sem líta megi á hann sem einhverja eina stefnu, sé mun meira en það. Það er ákveðið bragð í rökræðum að láta viðmælanda sinn fallast á eina skilgreiningu hugtaks en nota svo allt aðra skilgreiningu sama hugtaks í áframhaldandi umræðu. Í umræðu um femínisma er þetta dálítið svona og þess vegna á ég sjálfur erfitt með að líma á mig þann límmiða. Ekki vegna þess hvernig femínisminn skilgreinir sig sjálfur heldur vegna þess sem nánast undantekningarlaust fylgir með. Ég styð það til dæmis ekki að strákar séu valdir í framhaldsskóla fram yfir stúlkur með hærri einkunnir bara til að rétt "kynjahlutföll" haldist í skólanum. Þetta er gert í dag og þetta er afleiðing opinberrar stefnu og jafnréttislaga, sem þeir sem opinberlega tala fyrir femínisma styðja undantekningarlítið. Mér er það hulin gáta hvernig það að segja við 15 ára manneskju að hún hefði komist í Verzló ef hún væri af öðru kyni sé skref í jafnréttisátt. Mér finnst það hæpið að segja fólki sem á og rekur fyrirtæki hver megi og megi ekki sitja í stjórnum þeirra. Ég styð það ekki að í bullandi samdrætti séu lagðar dagsektir á fyrirtæki sem semja ekki jafnréttisáætlun í tæka tíð. Ég er verulega efins um að það gangi að opinber kosningalög taki mið af kynferði frambjóðenda við úthlutun sæta á þingi eða í sveitarstjórn. Ég styð staðgöngumæðrun. Mér finnst femínísk umræða um klám og kynlíf ekki endilega stuðla að því að gera fólk hreinskilnara um sitt mannlega eðli. Ég veit ekki hvort stuðningur við kynjakvóta, til dæmis við inntöku í framhaldsskóla, sé forsenda þess að einhver geti kallað sig femínista en einhvern veginn virðast langflestir þeirra sem bera þá nafnbót hvað stoltastir undantekningarlítið styðja slíkt. Ég veit ekki hvort menn þurfa að vilja banna konum að bera börn fyrir aðrar konur til að teljast femínistar en það virðist sem þorri femínista geri það. Nú segi ég ekki að þetta séu allt auðveldar spurningar. Þær eru margar spennandi og allrar umræðu verðar. En spurningar á borð við "Hér er barmmerkið mitt, af hverju viltu ekki setja það á þig?" eru það síður. Mér fyndist það rökrétt lokamarkmið að orðin "kyn", "karl" eða "kona" kæmu ekki fyrir í lögum. Á meðan vilja aðrir sjá þau sem víðast. Þar greinir mig og marga femínista á. Að lokum: Nýlega ályktaði umboðsmaður Alþingis að mismunun nemenda á grundvelli búsetu foreldra stæðist ekki lög. Satt að segja þætti mér ekki leiðinlegt að sjá kynjamismunun fara sömu leið. Einhvern veginn finnst mér hæpið að velja 15 ára fólk í framhaldsskóla á grundvelli kyns og finnst vont þegar menn gera slíkt í nafni jafnréttis.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun