Gott skor á meistaramótunum | Rúnar lék 24 holur 10 höggum undir pari 6. júlí 2012 11:30 Haraldur Franklín Magnús er efstur hjá GR. Mynd/GVA Meistaramót stærstu golfklúbba landsins standa nú sem hæst og er keppni hálfnuð hjá flestum þeirra. Úrslitin ráðast á laugardaginn þegar lokahringurinn fer fram. Skor kylfinga er mjög gott, og efstu kylfingar eru allir töluvert undir pari, enda hefur veðrið leikið við keppendur það sem af er. Haraldur Franklín Magnús, nýkrýndur Íslandsmeistari í holukeppni karla, er efstur hjá Golfklúbbi Reykjavíkur þegar keppni er hálfnuð. Haraldur lék gríðarlega vel í gær þar sem hann lék á 66 höggum og er hann samtals á -7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er annar á -4 og Andri Þór Björnsson, sem hefur titil að verja, er á -3. Arnór Ingi Finnbjörnsson og Birgir Guðjónsson koma þar á eftir á -1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst í kvennaflokknum á -1. Berglind Björnsdóttir kemur þar næst á +7 og Ragnhildur Sigurðardóttir er þriðja á +10.Staðan í mfl karla og kvenna hjá Golfklúbbi Reykjavíkur eftir 36 holur 1. Haraldur Franklín Magnús, 137 högg (71-66) -7 2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 140 högg (69-71) -4 3. Andri Þór Björnsson, 141 högg (71-70) -3 4. Arnór Ingi Finnbjörnsson,143 högg (73-70) -1 5. Birgir Guðjónsson,143 högg (71-72) -1 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, 143 högg (70-73) -1 2. Berglind Björnsdóttir, 151 högg (75-76) +7 3. Ragnhildur Sigurðardóttir, 154 högg (77-77) +10Rúnar fékk 10 fugla á 24 holum Rúnar Arnórsson úr Golklúbbnum Keili, hefur leikið gríðarlega vel í meistaraflokki karla en hann er samtals á 7 höggum undir pari eftir 36 holur. Rúnar lék á 66 höggum eða 5 höggum undir pari á fyrsta hringnum og hann lék á 69 höggum eða -2 í gær. Rúnar náði ótrúlegri „skorpu" á fyrstu tveimur keppnisdögunum þar sem hann fékk 10 fugla á 24 holum. Rúnar byrjaði á því að fá skolla á 1. holuna á Hvaleyrarvelli á fyrsta keppnisdeginum. Hann bætti svo sannarlega upp með því að fá 6 fugla og 11 pör það sem eftir var. Á öðrum keppnisdegi fékk Rúnar fjóra fugla í röð á 4., 5., 6. og 7 braut áður en hann fékk skolla (+1) á þeirri 8. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Rúnari. Dagur Ebenezersson og Axel Bóasson erur jafnir í öðru sæti á -3, Björgvin Sigurbergsson er fjórði á parinu samtals. Birgir Björn Magnússon, sem er aðeins 15 ára gamall, er í fjórða sæti á +1. Í kvennaflokknum hjá Keili stefnir í einvígi hjá Tinnu Jóhannsdóttur og Signý Arnórsdóttur. Tinna er á +1 og Signý á +5. Þórdís Geirsdóttir er þriðja á +15. Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék í flokki 17-18 ára á þessu móti og sigraði með yfirburðum en hún tók ekki þátt í keppni í meistaraflokki vegna landsliðsverkefna.Staðan í mfl karla og kvenna hjá Golfklúbbnum Keili eftir 36 holur 1. Rúnar Arnórsson 135 högg (66-69) -7 2.-3. Dagur Ebenezersson 139 högg (69-70) -3 2.-3. Axel Bóasson 139 högg (67-72) -3 4. Björgvin Sigurbergsson 142 högg (71-71) par 5. Birgir Björn Magnússon 143 högg (71-72) +1 1. Tinna Jóhannsdóttir, 143 högg (70-73) +1 2. Signý Arnórsdóttir, 147 högg (73-74) +5 3. Þórdís Geirsdóttir, 157 högg (79-78) +15Guðjón Henning efstur hjá GKG Landsliðsmaðurinn Guðjón Henning Hilmarsson er efstur hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar en hann er samtals á -2 eftir 36 holur. Sigmundur Einar Másson kemur þar á eftir á +4 og Brynjólfur Einar Sigmarsson er þriðji á +8. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki á meðal keppenda að þessu sinni hjá GKG.Nökkvi og Ólafur Björn góðir á Nesvellinum Nökkvi Gunnarsson er efstur á meistaramóti Nesklúbbsins, en hann er samtals á -9 eftir að hafa leikið á 65 og 70 höggum. Ólafur Björn Loftsson er þar næstur á -8 (68-68) og Oddur Óli Jónasson er þriðji á -5 (69-70). Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Meistaramót stærstu golfklúbba landsins standa nú sem hæst og er keppni hálfnuð hjá flestum þeirra. Úrslitin ráðast á laugardaginn þegar lokahringurinn fer fram. Skor kylfinga er mjög gott, og efstu kylfingar eru allir töluvert undir pari, enda hefur veðrið leikið við keppendur það sem af er. Haraldur Franklín Magnús, nýkrýndur Íslandsmeistari í holukeppni karla, er efstur hjá Golfklúbbi Reykjavíkur þegar keppni er hálfnuð. Haraldur lék gríðarlega vel í gær þar sem hann lék á 66 höggum og er hann samtals á -7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er annar á -4 og Andri Þór Björnsson, sem hefur titil að verja, er á -3. Arnór Ingi Finnbjörnsson og Birgir Guðjónsson koma þar á eftir á -1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst í kvennaflokknum á -1. Berglind Björnsdóttir kemur þar næst á +7 og Ragnhildur Sigurðardóttir er þriðja á +10.Staðan í mfl karla og kvenna hjá Golfklúbbi Reykjavíkur eftir 36 holur 1. Haraldur Franklín Magnús, 137 högg (71-66) -7 2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 140 högg (69-71) -4 3. Andri Þór Björnsson, 141 högg (71-70) -3 4. Arnór Ingi Finnbjörnsson,143 högg (73-70) -1 5. Birgir Guðjónsson,143 högg (71-72) -1 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, 143 högg (70-73) -1 2. Berglind Björnsdóttir, 151 högg (75-76) +7 3. Ragnhildur Sigurðardóttir, 154 högg (77-77) +10Rúnar fékk 10 fugla á 24 holum Rúnar Arnórsson úr Golklúbbnum Keili, hefur leikið gríðarlega vel í meistaraflokki karla en hann er samtals á 7 höggum undir pari eftir 36 holur. Rúnar lék á 66 höggum eða 5 höggum undir pari á fyrsta hringnum og hann lék á 69 höggum eða -2 í gær. Rúnar náði ótrúlegri „skorpu" á fyrstu tveimur keppnisdögunum þar sem hann fékk 10 fugla á 24 holum. Rúnar byrjaði á því að fá skolla á 1. holuna á Hvaleyrarvelli á fyrsta keppnisdeginum. Hann bætti svo sannarlega upp með því að fá 6 fugla og 11 pör það sem eftir var. Á öðrum keppnisdegi fékk Rúnar fjóra fugla í röð á 4., 5., 6. og 7 braut áður en hann fékk skolla (+1) á þeirri 8. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Rúnari. Dagur Ebenezersson og Axel Bóasson erur jafnir í öðru sæti á -3, Björgvin Sigurbergsson er fjórði á parinu samtals. Birgir Björn Magnússon, sem er aðeins 15 ára gamall, er í fjórða sæti á +1. Í kvennaflokknum hjá Keili stefnir í einvígi hjá Tinnu Jóhannsdóttur og Signý Arnórsdóttur. Tinna er á +1 og Signý á +5. Þórdís Geirsdóttir er þriðja á +15. Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék í flokki 17-18 ára á þessu móti og sigraði með yfirburðum en hún tók ekki þátt í keppni í meistaraflokki vegna landsliðsverkefna.Staðan í mfl karla og kvenna hjá Golfklúbbnum Keili eftir 36 holur 1. Rúnar Arnórsson 135 högg (66-69) -7 2.-3. Dagur Ebenezersson 139 högg (69-70) -3 2.-3. Axel Bóasson 139 högg (67-72) -3 4. Björgvin Sigurbergsson 142 högg (71-71) par 5. Birgir Björn Magnússon 143 högg (71-72) +1 1. Tinna Jóhannsdóttir, 143 högg (70-73) +1 2. Signý Arnórsdóttir, 147 högg (73-74) +5 3. Þórdís Geirsdóttir, 157 högg (79-78) +15Guðjón Henning efstur hjá GKG Landsliðsmaðurinn Guðjón Henning Hilmarsson er efstur hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar en hann er samtals á -2 eftir 36 holur. Sigmundur Einar Másson kemur þar á eftir á +4 og Brynjólfur Einar Sigmarsson er þriðji á +8. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki á meðal keppenda að þessu sinni hjá GKG.Nökkvi og Ólafur Björn góðir á Nesvellinum Nökkvi Gunnarsson er efstur á meistaramóti Nesklúbbsins, en hann er samtals á -9 eftir að hafa leikið á 65 og 70 höggum. Ólafur Björn Loftsson er þar næstur á -8 (68-68) og Oddur Óli Jónasson er þriðji á -5 (69-70).
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira