Stóra-Laxá í gang og laxar komnir á land Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. júlí 2012 18:00 Stóra-Laxá býður upp á magnað umhverfi. Mynd/Björgólfur Hávarðsson Stóra-Laxá er komin í gang. Samkvæmt fréttum frá Lax-á veiddust fimm laxar á fyrsta degi á Svæði I og II og fimm laxar frá því Svæði IV opnaði í gær og til hádegis í dag. "Veiðimenn á svæði 1 & 2 í Stóru Laxá voru heldur ánægðir með fyrsta daginn á svæðinu. Mest voru þarna óvanir menn en þó komu fimm laxar upp á fyrsta degi (og hann ekki enn búinn)," segir á frétt á lax-a.is fyrr í dag. "Einn smálax var í aflanum en hinir voru stórlaxar. Fyrir utan þetta misttu þeir aðra fimm og einhverjir þeirra voru í þungavigtinni. Þeir urðu varir við laxa í Stuðlastrengjum, Laxárholti, Leirubakka og Kálfhagahyl svo einhverjir sé nefndir," segir á lax-a.is. Þá segir í annarri frétt á lax-a.is í dag að svæði IV í Stóru-Llaxá hafi opnað með flottum brag í gær og fimm 5 laxar komið á land fyrsta einn og hálfa daginn. "Fiskarnir komu upp á Pallinum, Bláhyl, Heimahyl,Hólmabreiðu og Spegill," segir í fréttinni þar sem ennfremur kemur fram að veiðimenn á svæði III í Stóru hafi að minnsta kosti verið komnir með einn lax á land fljótlega eftir byrjun í gær. Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði
Stóra-Laxá er komin í gang. Samkvæmt fréttum frá Lax-á veiddust fimm laxar á fyrsta degi á Svæði I og II og fimm laxar frá því Svæði IV opnaði í gær og til hádegis í dag. "Veiðimenn á svæði 1 & 2 í Stóru Laxá voru heldur ánægðir með fyrsta daginn á svæðinu. Mest voru þarna óvanir menn en þó komu fimm laxar upp á fyrsta degi (og hann ekki enn búinn)," segir á frétt á lax-a.is fyrr í dag. "Einn smálax var í aflanum en hinir voru stórlaxar. Fyrir utan þetta misttu þeir aðra fimm og einhverjir þeirra voru í þungavigtinni. Þeir urðu varir við laxa í Stuðlastrengjum, Laxárholti, Leirubakka og Kálfhagahyl svo einhverjir sé nefndir," segir á lax-a.is. Þá segir í annarri frétt á lax-a.is í dag að svæði IV í Stóru-Llaxá hafi opnað með flottum brag í gær og fimm 5 laxar komið á land fyrsta einn og hálfa daginn. "Fiskarnir komu upp á Pallinum, Bláhyl, Heimahyl,Hólmabreiðu og Spegill," segir í fréttinni þar sem ennfremur kemur fram að veiðimenn á svæði III í Stóru hafi að minnsta kosti verið komnir með einn lax á land fljótlega eftir byrjun í gær.
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði