Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn 4. júlí 2012 08:15 Saddar bleikjur gefa lítið færi á sér í Hlíðarvatni um þessar mundir. Mynd/Garðar Veiði í Hlíðarvatni í Selvogi hefur verið dræm samkvæmt frétt á vef stangaveiðifélagsins Ármenn. Skýringin er sögð mikið fæðuframboð sem letji silunginn til að taka flugur veiðimanna."Það hefur borið á gæftaleysi við Hlíðarvatn í sumar. Eru margar kenningar um ástæður fyrir því," segir á armenn.is.Vísað er til þess sem fram kom í maíhefti Áróðurs, félagsblaðs Ármanna, að veiðifélögin við vatnið hafi beðið um fiskifræðilega rannsókn á vatninu. Sú rannsókn hefjist á vegum Veiðimálastofnunar síðsumars eða í haust."Ein ástæðan fyrir gæftaleysinu er sögð vera mikið fæðuframboð í vatninu og fiskurinn því ekki að skoða manngerðar flugur þegar hann getur lifað í vellystingum án mikillar fyrirhafnar," segir á vef Ármanna. Stangveiði Mest lesið Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði Þingvallavatn er ennþá að gefa flottar bleikjur Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Kynna veiðiperlur í Dölunum Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Veiði Laxá í Kjós fer vel af stað Veiði Góður endasprettur í Hítará Veiði Mikið af sjóbirting í Varmá Veiði
Veiði í Hlíðarvatni í Selvogi hefur verið dræm samkvæmt frétt á vef stangaveiðifélagsins Ármenn. Skýringin er sögð mikið fæðuframboð sem letji silunginn til að taka flugur veiðimanna."Það hefur borið á gæftaleysi við Hlíðarvatn í sumar. Eru margar kenningar um ástæður fyrir því," segir á armenn.is.Vísað er til þess sem fram kom í maíhefti Áróðurs, félagsblaðs Ármanna, að veiðifélögin við vatnið hafi beðið um fiskifræðilega rannsókn á vatninu. Sú rannsókn hefjist á vegum Veiðimálastofnunar síðsumars eða í haust."Ein ástæðan fyrir gæftaleysinu er sögð vera mikið fæðuframboð í vatninu og fiskurinn því ekki að skoða manngerðar flugur þegar hann getur lifað í vellystingum án mikillar fyrirhafnar," segir á vef Ármanna.
Stangveiði Mest lesið Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði Þingvallavatn er ennþá að gefa flottar bleikjur Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Kynna veiðiperlur í Dölunum Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Veiði Laxá í Kjós fer vel af stað Veiði Góður endasprettur í Hítará Veiði Mikið af sjóbirting í Varmá Veiði