Woods tók fram úr Nicklaus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2012 06:00 Nordicphotos/Getty Tiger Woods sigraði á AT&T mótinu á Congressional-vellinum sem lauk í Los Angeles í gær. Woods komst með sigrinum upp fyrir Jack Nicklaus með næstflesta sigra á PGA-mótaröðinni frá upphafi. Woods vann sitt 74. PGA mót með fínum lokahring í gær. Woods spilaði hringinn á 69 höggum eða tveimur undir pari og var samanlagt á átta undir pari. Næstur kom Bandaríkjamaðurinn Bo Van Pelt sem lék hring gærdagsins á einu höggi undir pari. Brendan de Jonge, sem hafði foryrstu fyrir lokahringinn, fataðist flugið. De Jonge sem er frá Simbabve spilaði lokahringinn á 77 höggum eða sex höggum yfir pari. Þetta var þriðji sigur Woods á PGA-mótaröðinni á tímabilinu en hann sigraði einnig á Palmer-boðsmótinu og Memorial-mótinu. Sam Snead trónir á toppi sigursælustu PGA-kylfinga sögunnara með 82 sigra á PGA-mótum. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods sigraði á AT&T mótinu á Congressional-vellinum sem lauk í Los Angeles í gær. Woods komst með sigrinum upp fyrir Jack Nicklaus með næstflesta sigra á PGA-mótaröðinni frá upphafi. Woods vann sitt 74. PGA mót með fínum lokahring í gær. Woods spilaði hringinn á 69 höggum eða tveimur undir pari og var samanlagt á átta undir pari. Næstur kom Bandaríkjamaðurinn Bo Van Pelt sem lék hring gærdagsins á einu höggi undir pari. Brendan de Jonge, sem hafði foryrstu fyrir lokahringinn, fataðist flugið. De Jonge sem er frá Simbabve spilaði lokahringinn á 77 höggum eða sex höggum yfir pari. Þetta var þriðji sigur Woods á PGA-mótaröðinni á tímabilinu en hann sigraði einnig á Palmer-boðsmótinu og Memorial-mótinu. Sam Snead trónir á toppi sigursælustu PGA-kylfinga sögunnara með 82 sigra á PGA-mótum.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira