"KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning" Hjörtur Hjartarson skrifar 19. júlí 2012 14:38 Halldór Sigurðsson, þjálfari Tindastóls. Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. Þetta kom fram í máli Halldórs Sigurðssonar, þjálfara Tindastóls í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun. KSÍ taldi að með þessum hætti gæti Tindastóll komist hjá því að greiða fyrrum félögum leikmannana uppeldisbætur. En þetta þýðir einnig að þeir félagar voru ekki samningsbundnir Tindastóli og geta því skipt yfir í annað lið án þess að Tindastóll hafi nokkuð um það að segja. "Upprunalega hafði framkvæmdastjórinn hjá okkur samband við KSÍ og þar var honum ráðlagt að gera ekki KSÍ samning við erlendu leikmennina okkar. Við erum auðvitað bara lítið og óreynt lið í þessum bransa og áttuðum okkur kannski ekki á þessu. Við treystum auðvitað ráðleggingum KSÍ en reynsluleysi okkar í þessum efnum hafði líka sitt að segja. En svona er þetta bara, fólk gerir mistök", sagði Halldór. Hafþór Hafliðason hjá umboðsskrifstofunni Sportic, hefur staðið fyrir milligöngu fjölmargar breskra leikmanna til íslenskra liða án nokkurra vandkvæða. "Ég hef engin dæmi um það að erlend lið sækist eftir uppeldisbótum frá íslenskum liðum. Ef menn eru í einhverjum vafa um að slíkt sé í uppsiglingu er það leyst á mjög einfaldan máta. Við óskum bara eftir staðfestingu frá viðkomandi félagi þar sem fram kemur að það ætli ekki að fara fram á uppeldisbætur. Þær beiðnir sem við höfum sent frá okkur hefur öllum verið svarað á jákvæðan hátt, án undantekninga", sagði Hafþór. "Svo má einnig benda á að uppeldisbótakerfið er sett á laggirnar til að vernda minni félög frá því að missa unga og efnilega leikmenn til stærri liða án þess að nokkur greiðsla eigi sér stað. Það kæmi mér í opna skjöldu ef atvinnumannalið á Englandi færi að nota þetta kerfi til að sækja pening til félaga eins og Tindastóls", sagði Hafþór. Brotthvarf þeirra Everson og Furness frá Tindastóli eru liðinu mikil blóðtaka en þeir félagar hafa báðir staðið vel með félaginu í 1.deildinni í sumar. Til að mynda hafa þeir félagar samtals skorað 13 af 22 mörkum félagsins í sumar. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. Þetta kom fram í máli Halldórs Sigurðssonar, þjálfara Tindastóls í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun. KSÍ taldi að með þessum hætti gæti Tindastóll komist hjá því að greiða fyrrum félögum leikmannana uppeldisbætur. En þetta þýðir einnig að þeir félagar voru ekki samningsbundnir Tindastóli og geta því skipt yfir í annað lið án þess að Tindastóll hafi nokkuð um það að segja. "Upprunalega hafði framkvæmdastjórinn hjá okkur samband við KSÍ og þar var honum ráðlagt að gera ekki KSÍ samning við erlendu leikmennina okkar. Við erum auðvitað bara lítið og óreynt lið í þessum bransa og áttuðum okkur kannski ekki á þessu. Við treystum auðvitað ráðleggingum KSÍ en reynsluleysi okkar í þessum efnum hafði líka sitt að segja. En svona er þetta bara, fólk gerir mistök", sagði Halldór. Hafþór Hafliðason hjá umboðsskrifstofunni Sportic, hefur staðið fyrir milligöngu fjölmargar breskra leikmanna til íslenskra liða án nokkurra vandkvæða. "Ég hef engin dæmi um það að erlend lið sækist eftir uppeldisbótum frá íslenskum liðum. Ef menn eru í einhverjum vafa um að slíkt sé í uppsiglingu er það leyst á mjög einfaldan máta. Við óskum bara eftir staðfestingu frá viðkomandi félagi þar sem fram kemur að það ætli ekki að fara fram á uppeldisbætur. Þær beiðnir sem við höfum sent frá okkur hefur öllum verið svarað á jákvæðan hátt, án undantekninga", sagði Hafþór. "Svo má einnig benda á að uppeldisbótakerfið er sett á laggirnar til að vernda minni félög frá því að missa unga og efnilega leikmenn til stærri liða án þess að nokkur greiðsla eigi sér stað. Það kæmi mér í opna skjöldu ef atvinnumannalið á Englandi færi að nota þetta kerfi til að sækja pening til félaga eins og Tindastóls", sagði Hafþór. Brotthvarf þeirra Everson og Furness frá Tindastóli eru liðinu mikil blóðtaka en þeir félagar hafa báðir staðið vel með félaginu í 1.deildinni í sumar. Til að mynda hafa þeir félagar samtals skorað 13 af 22 mörkum félagsins í sumar.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira