"KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning" Hjörtur Hjartarson skrifar 19. júlí 2012 14:38 Halldór Sigurðsson, þjálfari Tindastóls. Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. Þetta kom fram í máli Halldórs Sigurðssonar, þjálfara Tindastóls í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun. KSÍ taldi að með þessum hætti gæti Tindastóll komist hjá því að greiða fyrrum félögum leikmannana uppeldisbætur. En þetta þýðir einnig að þeir félagar voru ekki samningsbundnir Tindastóli og geta því skipt yfir í annað lið án þess að Tindastóll hafi nokkuð um það að segja. "Upprunalega hafði framkvæmdastjórinn hjá okkur samband við KSÍ og þar var honum ráðlagt að gera ekki KSÍ samning við erlendu leikmennina okkar. Við erum auðvitað bara lítið og óreynt lið í þessum bransa og áttuðum okkur kannski ekki á þessu. Við treystum auðvitað ráðleggingum KSÍ en reynsluleysi okkar í þessum efnum hafði líka sitt að segja. En svona er þetta bara, fólk gerir mistök", sagði Halldór. Hafþór Hafliðason hjá umboðsskrifstofunni Sportic, hefur staðið fyrir milligöngu fjölmargar breskra leikmanna til íslenskra liða án nokkurra vandkvæða. "Ég hef engin dæmi um það að erlend lið sækist eftir uppeldisbótum frá íslenskum liðum. Ef menn eru í einhverjum vafa um að slíkt sé í uppsiglingu er það leyst á mjög einfaldan máta. Við óskum bara eftir staðfestingu frá viðkomandi félagi þar sem fram kemur að það ætli ekki að fara fram á uppeldisbætur. Þær beiðnir sem við höfum sent frá okkur hefur öllum verið svarað á jákvæðan hátt, án undantekninga", sagði Hafþór. "Svo má einnig benda á að uppeldisbótakerfið er sett á laggirnar til að vernda minni félög frá því að missa unga og efnilega leikmenn til stærri liða án þess að nokkur greiðsla eigi sér stað. Það kæmi mér í opna skjöldu ef atvinnumannalið á Englandi færi að nota þetta kerfi til að sækja pening til félaga eins og Tindastóls", sagði Hafþór. Brotthvarf þeirra Everson og Furness frá Tindastóli eru liðinu mikil blóðtaka en þeir félagar hafa báðir staðið vel með félaginu í 1.deildinni í sumar. Til að mynda hafa þeir félagar samtals skorað 13 af 22 mörkum félagsins í sumar. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. Þetta kom fram í máli Halldórs Sigurðssonar, þjálfara Tindastóls í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun. KSÍ taldi að með þessum hætti gæti Tindastóll komist hjá því að greiða fyrrum félögum leikmannana uppeldisbætur. En þetta þýðir einnig að þeir félagar voru ekki samningsbundnir Tindastóli og geta því skipt yfir í annað lið án þess að Tindastóll hafi nokkuð um það að segja. "Upprunalega hafði framkvæmdastjórinn hjá okkur samband við KSÍ og þar var honum ráðlagt að gera ekki KSÍ samning við erlendu leikmennina okkar. Við erum auðvitað bara lítið og óreynt lið í þessum bransa og áttuðum okkur kannski ekki á þessu. Við treystum auðvitað ráðleggingum KSÍ en reynsluleysi okkar í þessum efnum hafði líka sitt að segja. En svona er þetta bara, fólk gerir mistök", sagði Halldór. Hafþór Hafliðason hjá umboðsskrifstofunni Sportic, hefur staðið fyrir milligöngu fjölmargar breskra leikmanna til íslenskra liða án nokkurra vandkvæða. "Ég hef engin dæmi um það að erlend lið sækist eftir uppeldisbótum frá íslenskum liðum. Ef menn eru í einhverjum vafa um að slíkt sé í uppsiglingu er það leyst á mjög einfaldan máta. Við óskum bara eftir staðfestingu frá viðkomandi félagi þar sem fram kemur að það ætli ekki að fara fram á uppeldisbætur. Þær beiðnir sem við höfum sent frá okkur hefur öllum verið svarað á jákvæðan hátt, án undantekninga", sagði Hafþór. "Svo má einnig benda á að uppeldisbótakerfið er sett á laggirnar til að vernda minni félög frá því að missa unga og efnilega leikmenn til stærri liða án þess að nokkur greiðsla eigi sér stað. Það kæmi mér í opna skjöldu ef atvinnumannalið á Englandi færi að nota þetta kerfi til að sækja pening til félaga eins og Tindastóls", sagði Hafþór. Brotthvarf þeirra Everson og Furness frá Tindastóli eru liðinu mikil blóðtaka en þeir félagar hafa báðir staðið vel með félaginu í 1.deildinni í sumar. Til að mynda hafa þeir félagar samtals skorað 13 af 22 mörkum félagsins í sumar.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn