Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag 18. júlí 2012 14:13 Veiðin í Elliðaánum er að líkum sú besta á landinu til þessa þegar dagsveiði á stöng er höfð til hliðsjónar. Mynd/Svavar Hávarðsson Alls höfðu 504 laxar veiðst í Elliðaánum í gærkvöldi og endurspegla þær aflatölur frábæra veiði í ánum allt frá opnun ánna þann 20. júní. Óhætt að segja að á opnunardaginn hafi tónninn verið gefinn fyrir áframhaldið, en 31 lax veiddist í opnunni eins og sagt er frá á vef SVFR. Teljarinn við Rafstöðina sýnir að um 800 laxar hafa gengið um hann frá opnun hans sem var laust eftir miðjan júnímánuð. Meira af laxi hefur gengið í Elliðaárnar miðað við sama tíma í fyrra og veiðin er líka umtalsvert betri. Munar þar ríflega 100 löxum. Meðalveiðin í ánum það sem af er veiðitímabilinu er tæplega 3,5 laxar á stöng á dag og er leitun að betri aflabrögðum í laxveiðiám á landinu. Vatnsbúskapur Elliðaánna er með ágætum, þrátt fyrir langvarandi þurrka undanfarnar vikur. Meðalrennsli ánna um þessar mundir er um 1,8 rúmmetrar sem er gott sumarrennsli. Lax er að ganga í árnar á hverju flóði og nú styttist í stórstreymið og má búast við kröftugum göngum næstu daga ef að líkum lætur. Mun það væntanlega skila sér í áframhaldsandi góðri veiði. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði
Alls höfðu 504 laxar veiðst í Elliðaánum í gærkvöldi og endurspegla þær aflatölur frábæra veiði í ánum allt frá opnun ánna þann 20. júní. Óhætt að segja að á opnunardaginn hafi tónninn verið gefinn fyrir áframhaldið, en 31 lax veiddist í opnunni eins og sagt er frá á vef SVFR. Teljarinn við Rafstöðina sýnir að um 800 laxar hafa gengið um hann frá opnun hans sem var laust eftir miðjan júnímánuð. Meira af laxi hefur gengið í Elliðaárnar miðað við sama tíma í fyrra og veiðin er líka umtalsvert betri. Munar þar ríflega 100 löxum. Meðalveiðin í ánum það sem af er veiðitímabilinu er tæplega 3,5 laxar á stöng á dag og er leitun að betri aflabrögðum í laxveiðiám á landinu. Vatnsbúskapur Elliðaánna er með ágætum, þrátt fyrir langvarandi þurrka undanfarnar vikur. Meðalrennsli ánna um þessar mundir er um 1,8 rúmmetrar sem er gott sumarrennsli. Lax er að ganga í árnar á hverju flóði og nú styttist í stórstreymið og má búast við kröftugum göngum næstu daga ef að líkum lætur. Mun það væntanlega skila sér í áframhaldsandi góðri veiði. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði