Kovalainen hugsanlega á förum frá Caterham Birgir Þór Harðarson skrifar 18. júlí 2012 19:15 Kovalainen er ekki alveg nógu ánægður með hversu litlar framfarirnar hafa verið hjá Caterham. nordicphotos/afp Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hjá Caterham hefur lýst því yfir að taki liðið ekki framförum á seinni hluta tímabilsins muni hann ekki aka þar á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok árs. Kovalainen þreytti frumraun sína í Formúlu 1 árið 2007 þegar hann ók fyrir Renault. Hann flutti sig síðan yfir til McLaren fyrir árið 2008 eftir að Fernando Alonso hvarf þaðan í fússi. Það árið vann Heikki einn sigur í Ungverjalandi. Hann fór þaðan til Lotus sem síðar varð Caterham. Caterham hefur ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að í upphafi tímabilsins. Markmiðið var að gera Catherham að miðjudeildarliði í Formúlu 1 en raunin er sú að liðið er enn þó nokkuð á eftir þeim liðum sem þeir vilja bera sig við. Marussia og HRT eru einu liðin sem verða að skrifast neðar en Caterham. Ítalska tímaritið Autosprint spurði Kovalainen hvað framtíðin beri í skauti sér. Kovalainen svaraði: "Góð spurning. Mér líður vel hérna en væri til í að skila betri úrslitum. Í augnablikinu er það ekki tilfellið." "Ég veit svo ekkert hvað tekur við. Kannski vill liðið ekki einu sinni hafa mig lengur. En ég læt úrslitin tala og í augnablikinu stend ég betur að vígi innan liðsins og það nægir mér." Kovalainen gaf það einnig skýrt til kynna að hann hefði aðeins áhuga á keppnissæti hjá keppnishæfu liði. "Peningar heilla mig hvað minnst í þessum efnum, í rauninni," sagði hann. "Mestu máli skiptir að finna gott lið, í Formúlu 1 eða einhverstaðar annarstaðar." Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hjá Caterham hefur lýst því yfir að taki liðið ekki framförum á seinni hluta tímabilsins muni hann ekki aka þar á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok árs. Kovalainen þreytti frumraun sína í Formúlu 1 árið 2007 þegar hann ók fyrir Renault. Hann flutti sig síðan yfir til McLaren fyrir árið 2008 eftir að Fernando Alonso hvarf þaðan í fússi. Það árið vann Heikki einn sigur í Ungverjalandi. Hann fór þaðan til Lotus sem síðar varð Caterham. Caterham hefur ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að í upphafi tímabilsins. Markmiðið var að gera Catherham að miðjudeildarliði í Formúlu 1 en raunin er sú að liðið er enn þó nokkuð á eftir þeim liðum sem þeir vilja bera sig við. Marussia og HRT eru einu liðin sem verða að skrifast neðar en Caterham. Ítalska tímaritið Autosprint spurði Kovalainen hvað framtíðin beri í skauti sér. Kovalainen svaraði: "Góð spurning. Mér líður vel hérna en væri til í að skila betri úrslitum. Í augnablikinu er það ekki tilfellið." "Ég veit svo ekkert hvað tekur við. Kannski vill liðið ekki einu sinni hafa mig lengur. En ég læt úrslitin tala og í augnablikinu stend ég betur að vígi innan liðsins og það nægir mér." Kovalainen gaf það einnig skýrt til kynna að hann hefði aðeins áhuga á keppnissæti hjá keppnishæfu liði. "Peningar heilla mig hvað minnst í þessum efnum, í rauninni," sagði hann. "Mestu máli skiptir að finna gott lið, í Formúlu 1 eða einhverstaðar annarstaðar."
Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira