Kovalainen hugsanlega á förum frá Caterham Birgir Þór Harðarson skrifar 18. júlí 2012 19:15 Kovalainen er ekki alveg nógu ánægður með hversu litlar framfarirnar hafa verið hjá Caterham. nordicphotos/afp Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hjá Caterham hefur lýst því yfir að taki liðið ekki framförum á seinni hluta tímabilsins muni hann ekki aka þar á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok árs. Kovalainen þreytti frumraun sína í Formúlu 1 árið 2007 þegar hann ók fyrir Renault. Hann flutti sig síðan yfir til McLaren fyrir árið 2008 eftir að Fernando Alonso hvarf þaðan í fússi. Það árið vann Heikki einn sigur í Ungverjalandi. Hann fór þaðan til Lotus sem síðar varð Caterham. Caterham hefur ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að í upphafi tímabilsins. Markmiðið var að gera Catherham að miðjudeildarliði í Formúlu 1 en raunin er sú að liðið er enn þó nokkuð á eftir þeim liðum sem þeir vilja bera sig við. Marussia og HRT eru einu liðin sem verða að skrifast neðar en Caterham. Ítalska tímaritið Autosprint spurði Kovalainen hvað framtíðin beri í skauti sér. Kovalainen svaraði: "Góð spurning. Mér líður vel hérna en væri til í að skila betri úrslitum. Í augnablikinu er það ekki tilfellið." "Ég veit svo ekkert hvað tekur við. Kannski vill liðið ekki einu sinni hafa mig lengur. En ég læt úrslitin tala og í augnablikinu stend ég betur að vígi innan liðsins og það nægir mér." Kovalainen gaf það einnig skýrt til kynna að hann hefði aðeins áhuga á keppnissæti hjá keppnishæfu liði. "Peningar heilla mig hvað minnst í þessum efnum, í rauninni," sagði hann. "Mestu máli skiptir að finna gott lið, í Formúlu 1 eða einhverstaðar annarstaðar." Formúla Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hjá Caterham hefur lýst því yfir að taki liðið ekki framförum á seinni hluta tímabilsins muni hann ekki aka þar á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok árs. Kovalainen þreytti frumraun sína í Formúlu 1 árið 2007 þegar hann ók fyrir Renault. Hann flutti sig síðan yfir til McLaren fyrir árið 2008 eftir að Fernando Alonso hvarf þaðan í fússi. Það árið vann Heikki einn sigur í Ungverjalandi. Hann fór þaðan til Lotus sem síðar varð Caterham. Caterham hefur ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að í upphafi tímabilsins. Markmiðið var að gera Catherham að miðjudeildarliði í Formúlu 1 en raunin er sú að liðið er enn þó nokkuð á eftir þeim liðum sem þeir vilja bera sig við. Marussia og HRT eru einu liðin sem verða að skrifast neðar en Caterham. Ítalska tímaritið Autosprint spurði Kovalainen hvað framtíðin beri í skauti sér. Kovalainen svaraði: "Góð spurning. Mér líður vel hérna en væri til í að skila betri úrslitum. Í augnablikinu er það ekki tilfellið." "Ég veit svo ekkert hvað tekur við. Kannski vill liðið ekki einu sinni hafa mig lengur. En ég læt úrslitin tala og í augnablikinu stend ég betur að vígi innan liðsins og það nægir mér." Kovalainen gaf það einnig skýrt til kynna að hann hefði aðeins áhuga á keppnissæti hjá keppnishæfu liði. "Peningar heilla mig hvað minnst í þessum efnum, í rauninni," sagði hann. "Mestu máli skiptir að finna gott lið, í Formúlu 1 eða einhverstaðar annarstaðar."
Formúla Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira