Gullbjörninn hefur enn trú á því að Tiger jafni metið 17. júlí 2012 16:30 Tiger Woods og Jack Nicklaus. Nordic Photos / Getty Images Bandaríski kylfingurinn Jack Nicklaus á met sem margir telja að verði aldrei bætt. Nicklaus sigraði á 18 stórmótum á löngum ferli sínum og hann var 46 ára þegar hann náði þeim 18. á Mastersmótinu árið 1986. Nicklaus segir að samkeppnin sé mun meiri hjá bestu kylfingum heims í dag og það verði erfitt fyrir Tiger Woods að ná að jafna metið, en hann hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn á Royal Lytham vellinum á Englandi og þar munu allra augu beinast að Tiger Woods. Woods hefur ekki náð að sigra á stórmóti frá árinu 2008 þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu. Nicklaus, sem einnig þekktur undir nafninu "Gullbjörninn" er á þeirri skoðun að Woods hafi hæfileika, getu og vinnusemi til þess að jafna met hans. „Ég hef sagt það mörgum sinnum áður að hann getur jafnað metið en það er erfiðar í dag en áður. Hann er 36 ára og hefur nægan tíma en yfirburðir hans eru ekki þeir sömu og áður. Keppinautar hans hræðast hann ekki eins mikið og áður. Ef við lítum sex, sjö ár aftur í tímann þá var Tiger Woods eini kylfingurinn undir þrítugu sem hafði sigrað oftar en einu sinni á stórmóti. Í dag eru margir undir þrítugu sem hafa sigrað oftar en einu sinni á stórmóti. Samkeppnin hefur aukist og fleiri góðir kylfingar hafa komið fram á síðustu árum," sagði Nicklaus. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jack Nicklaus á met sem margir telja að verði aldrei bætt. Nicklaus sigraði á 18 stórmótum á löngum ferli sínum og hann var 46 ára þegar hann náði þeim 18. á Mastersmótinu árið 1986. Nicklaus segir að samkeppnin sé mun meiri hjá bestu kylfingum heims í dag og það verði erfitt fyrir Tiger Woods að ná að jafna metið, en hann hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn á Royal Lytham vellinum á Englandi og þar munu allra augu beinast að Tiger Woods. Woods hefur ekki náð að sigra á stórmóti frá árinu 2008 þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu. Nicklaus, sem einnig þekktur undir nafninu "Gullbjörninn" er á þeirri skoðun að Woods hafi hæfileika, getu og vinnusemi til þess að jafna met hans. „Ég hef sagt það mörgum sinnum áður að hann getur jafnað metið en það er erfiðar í dag en áður. Hann er 36 ára og hefur nægan tíma en yfirburðir hans eru ekki þeir sömu og áður. Keppinautar hans hræðast hann ekki eins mikið og áður. Ef við lítum sex, sjö ár aftur í tímann þá var Tiger Woods eini kylfingurinn undir þrítugu sem hafði sigrað oftar en einu sinni á stórmóti. Í dag eru margir undir þrítugu sem hafa sigrað oftar en einu sinni á stórmóti. Samkeppnin hefur aukist og fleiri góðir kylfingar hafa komið fram á síðustu árum," sagði Nicklaus.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira