Grosjean fær fimm sæta víti í Þýskalandi Birgir Þór Harðarson skrifar 16. júlí 2012 21:30 Grosjean hefur sýnt að hann getur búið til mikið úr litlu. nordicphotos/afp Romain Grosjean hjá Lotus-liðinu fær fimm sæta viti á ráslínunni í næsta móti sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi um næstu helgi. Gírkassinn í Lotus-bílnum bilaði svo um hann þurfti að skipta. Í síðasta hring í breska kappakstrinum í Silverstone komu upp vandræði með gírkassann í bíl Grosjean. Hefði vandamálið komið upp fyrr hefði hann að öllum líkindum ekki getað lokið móti. Grosjean endaði mótið í sjötta sæti á eftir liðsfélaga sínum Kimi Raikkönen. Ef skipt er um í gírkassa á milli móta fá ökumenn sjálfkrafa fimm sæta refsingu á ráslínu næsta móts. Sama hvar Grosjean lendir í tímatökunum í Hockenheim mun hann falla aftur um fimm sæti. "Við vorum heppin að gírkassinn klikkaði ekki fyrr í keppninni," sagði James Allison tæknistjóri Lotus. "Grosjean sýndi hins vegar á Silverstone að þó hann ræsi aftarlega þarf það ekki endilega að þýða lélegur árangur í keppni." Formúla Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Romain Grosjean hjá Lotus-liðinu fær fimm sæta viti á ráslínunni í næsta móti sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi um næstu helgi. Gírkassinn í Lotus-bílnum bilaði svo um hann þurfti að skipta. Í síðasta hring í breska kappakstrinum í Silverstone komu upp vandræði með gírkassann í bíl Grosjean. Hefði vandamálið komið upp fyrr hefði hann að öllum líkindum ekki getað lokið móti. Grosjean endaði mótið í sjötta sæti á eftir liðsfélaga sínum Kimi Raikkönen. Ef skipt er um í gírkassa á milli móta fá ökumenn sjálfkrafa fimm sæta refsingu á ráslínu næsta móts. Sama hvar Grosjean lendir í tímatökunum í Hockenheim mun hann falla aftur um fimm sæti. "Við vorum heppin að gírkassinn klikkaði ekki fyrr í keppninni," sagði James Allison tæknistjóri Lotus. "Grosjean sýndi hins vegar á Silverstone að þó hann ræsi aftarlega þarf það ekki endilega að þýða lélegur árangur í keppni."
Formúla Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira