Ísland í 3.-4. sæti að loknum fyrsta hring Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2012 16:07 Íslensku strákarnir stóðu sig vel í dag. Mynd / Ernir Íslenska karlalandsliðið í golfi hefur lokið leik á fyrsta degi í undankeppni Evrópumóts áhugamanna sem leikin er á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Englendingar leiða mótið á þremur höggum undir pari samanlagt en Hollendingar koma næstir á pari. Íslendingar deila 3. sæti með Portúgal á sex höggum yfir pari. Í 5. sæti koma Belgar á 13 höggum yfir pari. Slóvakar, Rússar og Serbar eru þó nokkuð á eftir efstu liðum. Slóvakar eru á 25 höggum yfir pari, Rússar á 33 höggum yfir pari og Serbar á 55 höggum yfir pari. Sex kylfingar eru í hverju liði og gilda fimm bestu skorin í hverju liði. Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús spiluðu best íslensku kylfinganna í dag en þeir komu í hús á 71 höggi eða pari vallarins. Guðjón Henning Hilmarsson spilaði á einu höggi yfir pari og Kristján Þór Einarsson á tveimur yfir pari. Ólafur Björn Loftsson kom í hús á þremur höggum yfir pari. Andri Þór Björnsson spilaði hringinn á 77 höggum eða sex höggum yfir pari. Hans skor er ekki tekið með í reikninginn líkt og slakasta skor hinna liðanna. Leik verður framhaldið á morgun en lokahringurinn verður leikinn á laugardag. Þá kemur í ljós hvaða þrjár þjóðir tryggja sér þátttökurétt á Evrópumóti áhugamanna í Danmörku á næsta ári. Nánar um gang mála á heimasíðu mótsins, sjá hér. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í golfi hefur lokið leik á fyrsta degi í undankeppni Evrópumóts áhugamanna sem leikin er á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Englendingar leiða mótið á þremur höggum undir pari samanlagt en Hollendingar koma næstir á pari. Íslendingar deila 3. sæti með Portúgal á sex höggum yfir pari. Í 5. sæti koma Belgar á 13 höggum yfir pari. Slóvakar, Rússar og Serbar eru þó nokkuð á eftir efstu liðum. Slóvakar eru á 25 höggum yfir pari, Rússar á 33 höggum yfir pari og Serbar á 55 höggum yfir pari. Sex kylfingar eru í hverju liði og gilda fimm bestu skorin í hverju liði. Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús spiluðu best íslensku kylfinganna í dag en þeir komu í hús á 71 höggi eða pari vallarins. Guðjón Henning Hilmarsson spilaði á einu höggi yfir pari og Kristján Þór Einarsson á tveimur yfir pari. Ólafur Björn Loftsson kom í hús á þremur höggum yfir pari. Andri Þór Björnsson spilaði hringinn á 77 höggum eða sex höggum yfir pari. Hans skor er ekki tekið með í reikninginn líkt og slakasta skor hinna liðanna. Leik verður framhaldið á morgun en lokahringurinn verður leikinn á laugardag. Þá kemur í ljós hvaða þrjár þjóðir tryggja sér þátttökurétt á Evrópumóti áhugamanna í Danmörku á næsta ári. Nánar um gang mála á heimasíðu mótsins, sjá hér.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira