Ágætis gangur í Straumunum 13. júlí 2012 08:15 Glatt á hjalla hjá ungum veiðimönnum í Straumunum. Mynd / Garðar Straumarnir, ármót Norðurár og Hvítár í Borgarfirði, hafa gefið yfir 140 laxa í sumar að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem kveður mikinn lax á svæðinu. "Vatn fer nú mjög þverrandi í Borgarfjarðaránum og því eykst hlutur vatnamótanna í laxafjölda. Sömu sögur berast úr Brennu sem er ármót Þverár og Hvítár, en þar hefur einnig verið afbragðsveiði," segir á svfr.is. Fram kemur í frétt Stangaveiðifélagsins að farið sé að bera á vænum sjóbirtingi í aflanum ío Straumum enda fari göngutími hans nú í hönd. Búast megi við að sá fiskur leiti síðan upp í Flóðatanga í neðri hluta Norðurár. Það er Stangaveiðifélagið sem selur veiðileyfi í Straumana. Þar er veitt á tvær stangir. Stangveiði Mest lesið Vefsala SVFR opnuð Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Laxveiðisumarið hafið - frábær opnun við Urriðafoss Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði Góður gangur í Korpu Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Gott í Víðidalnum Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði
Straumarnir, ármót Norðurár og Hvítár í Borgarfirði, hafa gefið yfir 140 laxa í sumar að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem kveður mikinn lax á svæðinu. "Vatn fer nú mjög þverrandi í Borgarfjarðaránum og því eykst hlutur vatnamótanna í laxafjölda. Sömu sögur berast úr Brennu sem er ármót Þverár og Hvítár, en þar hefur einnig verið afbragðsveiði," segir á svfr.is. Fram kemur í frétt Stangaveiðifélagsins að farið sé að bera á vænum sjóbirtingi í aflanum ío Straumum enda fari göngutími hans nú í hönd. Búast megi við að sá fiskur leiti síðan upp í Flóðatanga í neðri hluta Norðurár. Það er Stangaveiðifélagið sem selur veiðileyfi í Straumana. Þar er veitt á tvær stangir.
Stangveiði Mest lesið Vefsala SVFR opnuð Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Laxveiðisumarið hafið - frábær opnun við Urriðafoss Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði Góður gangur í Korpu Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Gott í Víðidalnum Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði