Haraldur Franklín Íslandsmeistari í golfi 2012 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2012 18:15 Haraldur Franklín. Mynd/GSÍmyndir.net Haraldur Franklín Magnús úr GR er nýr Íslandsmeistari í golfi en hann hafði betur í hörkukeppni við Rúnar Arnórsson úr Keili á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Haraldur Franklín lék holurnar 72 á sjö höggum undir pari og lék á einu höggi betur en Rúnar. Haraldur Franklín er tvöfaldur Íslandsmeistari í ár því hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni fyrr í sumar. Hann var þarna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Haraldur Franklín gerði engin mistök á lokadeginum því hann tapaði ekki höggi á hringum og tveir fuglar, á 3. og 16. holu, skiluðu honum sigrinum. Haraldur Franklín lék hringinn á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari. Rúnar Arnórsson lék lokadaginn á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Þórður Rafn Gissurarson úr GR tryggði sér örugglega þriðja sætið því hann lék lokadaginn á einu höggi undir pari og því samtals á fjórum höggi undir pari. Keppnin í dag var mjög spennandi en enginn kylfingur ógnaði þó köppunum þremur í lokahollinu. Rúnar Arnórsson tapaði höggu strax á annarri holu og missti forystuna tímabundið til Haraldar Franklín en Rúnar svaraði því með því að ná tveimur fuglum á næstu þremur holum. Þeir félagar voru síðan jafnir á holum fimm til tólf. Rúnar fékk fugl á þrettándu holunni og var í framhaldinu með eitt högg í forskot en allt snérist þetta síðan á sextándu holunni. Haraldur Franklín fékk fugl á henni og komst sjö höggum undir samanlagt en á sama tíma tapaði Rúnar höggi og var vþí kominn sex höggum undir par.Lokastaðan hjá körlunum: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR -7 2. Rúnar Arnórsson, GK -6 3. Þórður Rafn Gissurarson, GR -4 4. Andri Þór Björnsson, GR +1 5. Ólafur Björn Loftsson, NK +2 5. Kristinn Óskarsson, GS +2 7. Axel Bóasson, GK +3 7. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG +3 9. Andri Már Óskarsson, GHR +4 10. Sigmundur Einar Másson, GKG +5 Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús úr GR er nýr Íslandsmeistari í golfi en hann hafði betur í hörkukeppni við Rúnar Arnórsson úr Keili á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Haraldur Franklín lék holurnar 72 á sjö höggum undir pari og lék á einu höggi betur en Rúnar. Haraldur Franklín er tvöfaldur Íslandsmeistari í ár því hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni fyrr í sumar. Hann var þarna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Haraldur Franklín gerði engin mistök á lokadeginum því hann tapaði ekki höggi á hringum og tveir fuglar, á 3. og 16. holu, skiluðu honum sigrinum. Haraldur Franklín lék hringinn á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari. Rúnar Arnórsson lék lokadaginn á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Þórður Rafn Gissurarson úr GR tryggði sér örugglega þriðja sætið því hann lék lokadaginn á einu höggi undir pari og því samtals á fjórum höggi undir pari. Keppnin í dag var mjög spennandi en enginn kylfingur ógnaði þó köppunum þremur í lokahollinu. Rúnar Arnórsson tapaði höggu strax á annarri holu og missti forystuna tímabundið til Haraldar Franklín en Rúnar svaraði því með því að ná tveimur fuglum á næstu þremur holum. Þeir félagar voru síðan jafnir á holum fimm til tólf. Rúnar fékk fugl á þrettándu holunni og var í framhaldinu með eitt högg í forskot en allt snérist þetta síðan á sextándu holunni. Haraldur Franklín fékk fugl á henni og komst sjö höggum undir samanlagt en á sama tíma tapaði Rúnar höggi og var vþí kominn sex höggum undir par.Lokastaðan hjá körlunum: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR -7 2. Rúnar Arnórsson, GK -6 3. Þórður Rafn Gissurarson, GR -4 4. Andri Þór Björnsson, GR +1 5. Ólafur Björn Loftsson, NK +2 5. Kristinn Óskarsson, GS +2 7. Axel Bóasson, GK +3 7. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG +3 9. Andri Már Óskarsson, GHR +4 10. Sigmundur Einar Másson, GKG +5
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira