Mikil spenna í kvennaflokknum á Hellu | Valdís í efsta sæti Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 26. júlí 2012 21:40 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Seth Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er í efsta sæti í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni. Valdís Þóra lék Strandarvöll á Hellu á einu höggi yfir pari eða 71 höggi. Guðrún Pétursdóttir úr GR og Tinna Jóhnnsdóttir úr Keili eru báðar á 73 höggum eða 3 höggum yfir pari vallar. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO er á 74 höggum eða 4 höggum yfir pari og sömu sögu er að segja af Signý Arnórsdóttir úr Keili. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili var langt frá sínu besta í dag en hún lék á 76 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, lék ekki vel og er hún á 77 höggum. Aðstæður voru erfiðari síðdegis á Strandarvelli þegar konurnar hófu leik. Vindurinn blés af mun meiri krafti en fyrr um daginn. Og miklar tafir voru á hringnum sem gerðu það að verkum að keppendur voru flestir að nota 5 ½ tíma að ljúka við 18 holur. „Ég fékk fjóra fugla og fimm skolla, ég var ánægð með fuglana en ekki hitt," sagði Valdís eftir hringinn í dag en hún hefur ekki keppt á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabii og er Íslandsmótið fyrsta mót hennar á þessu sumri. „Ég var í Bandaríkjunum í námi fram á mitt sumar og en ég hef æft vel og það var mikil tilhlökkun hjá mér fyrir þetta mót," sagði Valdís en hún varð Íslandsmeistari í Grafarholtinu árið 2009. Ólafía Þórunn var ekki sátt við útkomuna eftir að hafa leikið á 77 höggum. „Það var bara ekkert að ganga upp. Það var ýmislegt sem kom uppá, tvöfaldur skolli á 17., og ég fékk aðra „sprengju" á hringnum og ég er búinn að gleyma því hvar ég fékk hana," sagði Ólafía en hún hefur ekki gefið upp vonina um að verja titilinn. „Ég var í 4. eða 5. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn í fyrra í Leirunni, kannski finnt mér bara best að hafa þetta svona," sagði Ólafía Þórunn. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er í efsta sæti í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni. Valdís Þóra lék Strandarvöll á Hellu á einu höggi yfir pari eða 71 höggi. Guðrún Pétursdóttir úr GR og Tinna Jóhnnsdóttir úr Keili eru báðar á 73 höggum eða 3 höggum yfir pari vallar. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO er á 74 höggum eða 4 höggum yfir pari og sömu sögu er að segja af Signý Arnórsdóttir úr Keili. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili var langt frá sínu besta í dag en hún lék á 76 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, lék ekki vel og er hún á 77 höggum. Aðstæður voru erfiðari síðdegis á Strandarvelli þegar konurnar hófu leik. Vindurinn blés af mun meiri krafti en fyrr um daginn. Og miklar tafir voru á hringnum sem gerðu það að verkum að keppendur voru flestir að nota 5 ½ tíma að ljúka við 18 holur. „Ég fékk fjóra fugla og fimm skolla, ég var ánægð með fuglana en ekki hitt," sagði Valdís eftir hringinn í dag en hún hefur ekki keppt á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabii og er Íslandsmótið fyrsta mót hennar á þessu sumri. „Ég var í Bandaríkjunum í námi fram á mitt sumar og en ég hef æft vel og það var mikil tilhlökkun hjá mér fyrir þetta mót," sagði Valdís en hún varð Íslandsmeistari í Grafarholtinu árið 2009. Ólafía Þórunn var ekki sátt við útkomuna eftir að hafa leikið á 77 höggum. „Það var bara ekkert að ganga upp. Það var ýmislegt sem kom uppá, tvöfaldur skolli á 17., og ég fékk aðra „sprengju" á hringnum og ég er búinn að gleyma því hvar ég fékk hana," sagði Ólafía en hún hefur ekki gefið upp vonina um að verja titilinn. „Ég var í 4. eða 5. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn í fyrra í Leirunni, kannski finnt mér bara best að hafa þetta svona," sagði Ólafía Þórunn.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira