Óskar, formaður GHR: Presturinn í klúbbnum samdi við veðurguðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2012 14:30 Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Óskar Pálsson er formaður Golfklúbbs Hellu segir það vera mikla tilhlökkun meðal klúbbsmeðlima að fá að taka á móti öllum bestu kylfingum landsins. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við hann á kynningarfundi fyrir mótið sem haldinn var í dag. „Það er mikil tilhlökkun innan okkar raða og þetta er búið að vera mikill undirbúningur. Við leggjum allt í þetta og vonum bara að sjá besti vinni," sagði Óskar Pálsson sem er ekki alveg hlutlaus því sonur hans keppir á mótinu. „Ég á einn af efnilegri kylfingum landsins og hann á góða möguleika því hann er á heimavelli. Það verður gaman að fylgjast með honum," sagði Óskar. Það er mikið afrek hjá 130 manna klúbbi að halda svona stórt mót eins og Íslandsmótið í höggleik er. „Þetta er bara gaman og við lítum á það þannig. Við setjum þetta þannig upp að það er sirka einn félagi á hvern keppenda," sagði Óskar. „Við höfum bílastæði á Rangárvöllunum fyrir nánast endalausa bíla og fólk er velkomið. Það getur lagt allt í kringum okkur, það er stutt að labba og þetta er fallegt umhverfi," sagði Óskar. „Við gegnum frá samningi við veðurguðina í vor um leið og við byrjuðum að skipuleggja mótið. Við erum með prest í klúbbnum og hann sá um það fyrir okkur," sagði Óskar í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Óskar Pálsson er formaður Golfklúbbs Hellu segir það vera mikla tilhlökkun meðal klúbbsmeðlima að fá að taka á móti öllum bestu kylfingum landsins. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við hann á kynningarfundi fyrir mótið sem haldinn var í dag. „Það er mikil tilhlökkun innan okkar raða og þetta er búið að vera mikill undirbúningur. Við leggjum allt í þetta og vonum bara að sjá besti vinni," sagði Óskar Pálsson sem er ekki alveg hlutlaus því sonur hans keppir á mótinu. „Ég á einn af efnilegri kylfingum landsins og hann á góða möguleika því hann er á heimavelli. Það verður gaman að fylgjast með honum," sagði Óskar. Það er mikið afrek hjá 130 manna klúbbi að halda svona stórt mót eins og Íslandsmótið í höggleik er. „Þetta er bara gaman og við lítum á það þannig. Við setjum þetta þannig upp að það er sirka einn félagi á hvern keppenda," sagði Óskar. „Við höfum bílastæði á Rangárvöllunum fyrir nánast endalausa bíla og fólk er velkomið. Það getur lagt allt í kringum okkur, það er stutt að labba og þetta er fallegt umhverfi," sagði Óskar. „Við gegnum frá samningi við veðurguðina í vor um leið og við byrjuðum að skipuleggja mótið. Við erum með prest í klúbbnum og hann sá um það fyrir okkur," sagði Óskar í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira