Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Svavar Hávarðsson skrifar 22. júlí 2012 18:34 Sennilega vegur þessi metlax úr Selá hátt í 30 pund. Þetta er stærsti fiskur sem áin hefur gefið, að því er næst verður komist. Mynd/OV Mikið hefur sést af laxi í ám í Vopnafirði seinustu daga. Um helgina veiddust rúmlega 150 laxar á stöng í Hofsá og Selá þar af allnokkrir stórlaxar. Í morgun veiddi hinn landsþekkti veiðmaður Árni Baldursson 109 sentímetra hæng í Skipahyl sem er um 15 kílómetra frá sjó. Árni segir laxinn vera þann stærsta sem hann hefur séð hér á landi og sennilega er þetta stærsti lax sem veiðst hefur í Selá í sögu þessarar rómuðu veiðiperlu. Árni segir laxinn hafa verið mjög þykkan og þungan. Laxinn var veiddur með 9,5 feta - línu 9, - Loop stöng á «Hitch» túbu með krók nr. 14 og 12 punda taum. Þrír aðrir smærri laxar komu á land neðar í þessum hyl í morgun. Göngur byrjuðu vel í þessum rómuðu laxveiðiám Vopnafjarðar og laxinn dreifði sér vel um árnar. Þá hafa sést miklar göngur í Sunnudalsá og Vesturdalsá. Laxateljari er neðarlega í Vesturdalsá og í morgun höfðu um 400 laxar farið í gegnum teljarann þar af margir stórlaxar en myndir eru teknar af öllum löxunum. Margir laxar hafa og farið í gegnum teljarann í Selárfossi og um tíu einnig upp á fjalli ofan við Efrifoss. Veiðiklúbburinn Strengur er bæði með Hofsá og Selá á leigu. Miklar endurbætur hafa verið gerðar við veiðihúsin og við Selá hefur verið reist nýtt og glæsilegt hús sem ber nafnið Fossgerði. Nú er stórstreymt og veðrabreytingar og hugsa veiðimenn sér því gott til glóðarinnar þar sem laxagöngur í Vopnafirðinum eru jafnan mestar á bilinu 20. júlí fram í miðjan ágúst. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði
Mikið hefur sést af laxi í ám í Vopnafirði seinustu daga. Um helgina veiddust rúmlega 150 laxar á stöng í Hofsá og Selá þar af allnokkrir stórlaxar. Í morgun veiddi hinn landsþekkti veiðmaður Árni Baldursson 109 sentímetra hæng í Skipahyl sem er um 15 kílómetra frá sjó. Árni segir laxinn vera þann stærsta sem hann hefur séð hér á landi og sennilega er þetta stærsti lax sem veiðst hefur í Selá í sögu þessarar rómuðu veiðiperlu. Árni segir laxinn hafa verið mjög þykkan og þungan. Laxinn var veiddur með 9,5 feta - línu 9, - Loop stöng á «Hitch» túbu með krók nr. 14 og 12 punda taum. Þrír aðrir smærri laxar komu á land neðar í þessum hyl í morgun. Göngur byrjuðu vel í þessum rómuðu laxveiðiám Vopnafjarðar og laxinn dreifði sér vel um árnar. Þá hafa sést miklar göngur í Sunnudalsá og Vesturdalsá. Laxateljari er neðarlega í Vesturdalsá og í morgun höfðu um 400 laxar farið í gegnum teljarann þar af margir stórlaxar en myndir eru teknar af öllum löxunum. Margir laxar hafa og farið í gegnum teljarann í Selárfossi og um tíu einnig upp á fjalli ofan við Efrifoss. Veiðiklúbburinn Strengur er bæði með Hofsá og Selá á leigu. Miklar endurbætur hafa verið gerðar við veiðihúsin og við Selá hefur verið reist nýtt og glæsilegt hús sem ber nafnið Fossgerði. Nú er stórstreymt og veðrabreytingar og hugsa veiðimenn sér því gott til glóðarinnar þar sem laxagöngur í Vopnafirðinum eru jafnan mestar á bilinu 20. júlí fram í miðjan ágúst. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði