Ernie Els sigraði á Opna breska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2012 17:34 Ernie Els fagnar fuglinum á átjándu holunni. Nordicphotos/Getty Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal Lytham & St. Annes vellinum í dag. Els spilaði lokahringinn á tveimur höggum undir pari og lauk leik á sjö höggum undir pari samanlagt. Els var átta höggum á eftir forystusauðnum Adam Scott fyrir daginn í dag. Scott spilaði hringinn í dag á fimm höggum yfir pari og endaði á sex höggum undir pari samanlagt. Útlitið var gott framan af hring í dag en svo seig á ógæfuhliðina hjá Scott. Hann fékk skolla á fjórum síðustu holunum en fram að því virtist fátt ætla að koma í veg fyrir fyrsta sigur hans á risamóti. Tiger Woods hafnaði í þriðja sæti en honum fataðist einnig flugið í dag og skilaði sér í hús á þremur höggum yfir pari. Woods var á þremur undir samanlagt líkt og landi hans Brandt Snedeker. Þetta er í annað skiptið sem Els sigrar á Opna breska en hann vann einnig sigur árið 2002. Þetta var fjórði sigur hans á risamóti en hann bar tvívegis sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu á tíunda áratug síðustu aldar. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal Lytham & St. Annes vellinum í dag. Els spilaði lokahringinn á tveimur höggum undir pari og lauk leik á sjö höggum undir pari samanlagt. Els var átta höggum á eftir forystusauðnum Adam Scott fyrir daginn í dag. Scott spilaði hringinn í dag á fimm höggum yfir pari og endaði á sex höggum undir pari samanlagt. Útlitið var gott framan af hring í dag en svo seig á ógæfuhliðina hjá Scott. Hann fékk skolla á fjórum síðustu holunum en fram að því virtist fátt ætla að koma í veg fyrir fyrsta sigur hans á risamóti. Tiger Woods hafnaði í þriðja sæti en honum fataðist einnig flugið í dag og skilaði sér í hús á þremur höggum yfir pari. Woods var á þremur undir samanlagt líkt og landi hans Brandt Snedeker. Þetta er í annað skiptið sem Els sigrar á Opna breska en hann vann einnig sigur árið 2002. Þetta var fjórði sigur hans á risamóti en hann bar tvívegis sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu á tíunda áratug síðustu aldar.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira