Fernando Alonso vann í Þýskalandi Birgir Þór Harðarson skrifar 22. júlí 2012 13:54 Fernando Alonso vann kappaksturinn með frábærum akstri. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari vann þýska kappaksturinn á Hockenheim. Hann leiddi kappaksturinn frá fyrsta hring og gerði gríðarlega vel þegar Jenson Button setti á hann mikla pressu undir lok kappakstursins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar eftir að hafa tekið fram úr Jenson Button á McLaren þegar einn og hálfur hringur var eftir af mótinu. Vettel hafði misst sætið til Button þegar McLaren skaut Button inn í viðgerðarhlé. Það varð til þess að Alonso og Vettel þurftu að svara hring síðar. Spor Vettels á verðlaunapallinn hafa örugglega verið þung því hann á yfir höfði sér yfirheyrslur hjá dómurum mótsins. Vettel kláraði framúraksturinn á Button útaf brautinni sem er ekki leyfilegt. Hann gæti því fengið refsingu sem jafngildir akstri í gegnum viðgerðarsvæðið. Það mun skella honum beint í fimmta eða sjötta sætið. Kimi Raikkönen leit út fyrir að vera frískur í Lotus-bílnum en árangurinn virðist ætla að láta sér standa. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, átti í stökustu vandræðum og endaði átjándi. Sauber-liðið náði frábærum árangri í kappakstrinum. Kamui Kobayashi og Sergio Perez sótti fimmta og sjötta sætið. Þeir komu í mark á undan Michael Schumacher á Mercedes sem hlýtur að vera vonsvikinn með úrslitin eftir að hafa ræst þriðji. Mark Webber á Red Bull, Nico Hulkenberg á Force India og Nico Rosberg á Mercedes sóttu síðustu stigin. Lewis Hamilton á McLaren hætti keppni eftir að hafa sprengt dekk í upphafi móts og truflað toppslaginn. Felipe Massa á Ferrari endaði tólfti eftir að hafa misst framvænginn í fyrstu beygju eftir ræsingu. Alonso er nú kominn með 34 stiga forystu í stigakeppni ökumanna. Webber er þar á eftir aðeins tveimur stigum á undan Vettel. Ferrari-liðið er nú, gegn öllum spádómum og væntingum, það lið sem þarf að skáka. Næsti kappakstur er í Ungverjalandi um næstu helgi og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari vann þýska kappaksturinn á Hockenheim. Hann leiddi kappaksturinn frá fyrsta hring og gerði gríðarlega vel þegar Jenson Button setti á hann mikla pressu undir lok kappakstursins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar eftir að hafa tekið fram úr Jenson Button á McLaren þegar einn og hálfur hringur var eftir af mótinu. Vettel hafði misst sætið til Button þegar McLaren skaut Button inn í viðgerðarhlé. Það varð til þess að Alonso og Vettel þurftu að svara hring síðar. Spor Vettels á verðlaunapallinn hafa örugglega verið þung því hann á yfir höfði sér yfirheyrslur hjá dómurum mótsins. Vettel kláraði framúraksturinn á Button útaf brautinni sem er ekki leyfilegt. Hann gæti því fengið refsingu sem jafngildir akstri í gegnum viðgerðarsvæðið. Það mun skella honum beint í fimmta eða sjötta sætið. Kimi Raikkönen leit út fyrir að vera frískur í Lotus-bílnum en árangurinn virðist ætla að láta sér standa. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, átti í stökustu vandræðum og endaði átjándi. Sauber-liðið náði frábærum árangri í kappakstrinum. Kamui Kobayashi og Sergio Perez sótti fimmta og sjötta sætið. Þeir komu í mark á undan Michael Schumacher á Mercedes sem hlýtur að vera vonsvikinn með úrslitin eftir að hafa ræst þriðji. Mark Webber á Red Bull, Nico Hulkenberg á Force India og Nico Rosberg á Mercedes sóttu síðustu stigin. Lewis Hamilton á McLaren hætti keppni eftir að hafa sprengt dekk í upphafi móts og truflað toppslaginn. Felipe Massa á Ferrari endaði tólfti eftir að hafa misst framvænginn í fyrstu beygju eftir ræsingu. Alonso er nú kominn með 34 stiga forystu í stigakeppni ökumanna. Webber er þar á eftir aðeins tveimur stigum á undan Vettel. Ferrari-liðið er nú, gegn öllum spádómum og væntingum, það lið sem þarf að skáka. Næsti kappakstur er í Ungverjalandi um næstu helgi og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira