Tevez var kylfusveinn fyrir Andres Romero á opna breska Stefán Árni Pálsson skrifar 22. júlí 2012 14:30 Tevez og Romero á vellinum í dag. Mynd. / Getty Images. Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, nýtur þess að vera í fríi frá knattspyrnu og tók uppá því að vera kylfusveinn fyrir landa sinn Andres Romero á Opna breska meistaramótinu í golfi um helgina. Það er ekki hægt að segja að Tevez hafi haft góð áhrif á Romero sem lauk lokahringnum á 77 höggum og er sem stendur neðsta sæti mótsins. Romero vildi samt ekki meina að spilamennskan væri Tevez að kenna, en þeir félagarnir fengu mikla athygli í dag. „Ég hafði gaman af þessu," sagði Tevez eftir hringinn. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki neitað, að ganga á þessum fallega velli í kringum alla þessa golfara var frábært. Þetta var mitt fyrsta stórmót," sagði Tevez og hló. „Mér fannst erfitt að halda á pokanum, hann var frekar þungur. Ég gat ekki gefið Romero neinar ráðleggingar en ég náði að styðja hann á andlega sviðinu, það gekk greinilega ekki vel." „Ég er ekki að fara leggja knattspyrnuskóna á hilluna og snúa mér að golfi, pokinn var alltof þungur og buxurnar vel þröngar." Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, nýtur þess að vera í fríi frá knattspyrnu og tók uppá því að vera kylfusveinn fyrir landa sinn Andres Romero á Opna breska meistaramótinu í golfi um helgina. Það er ekki hægt að segja að Tevez hafi haft góð áhrif á Romero sem lauk lokahringnum á 77 höggum og er sem stendur neðsta sæti mótsins. Romero vildi samt ekki meina að spilamennskan væri Tevez að kenna, en þeir félagarnir fengu mikla athygli í dag. „Ég hafði gaman af þessu," sagði Tevez eftir hringinn. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki neitað, að ganga á þessum fallega velli í kringum alla þessa golfara var frábært. Þetta var mitt fyrsta stórmót," sagði Tevez og hló. „Mér fannst erfitt að halda á pokanum, hann var frekar þungur. Ég gat ekki gefið Romero neinar ráðleggingar en ég náði að styðja hann á andlega sviðinu, það gekk greinilega ekki vel." „Ég er ekki að fara leggja knattspyrnuskóna á hilluna og snúa mér að golfi, pokinn var alltof þungur og buxurnar vel þröngar."
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira