Ragnhildur og Nökkvi Íslandsmeistarar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júlí 2012 15:17 Mynd / Hari Ragnhildur Sigurðardóttir GR og Nökkvi Gunnarsson NK tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitil í meistaraflokkum karla og kvenna á Icelandair 35 ára og eldri sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Ragnhildur lék hringina þrjá á 222 höggum eða 12 yfir pari. Fyrsta hringinn lék hún á 73 höggum, þann næsta á 74 höggum og þriðja á 75 höggum. Ragnhildur sem var í öðru sæti fyrir lokahringinn í dag, hafði betur gegn Keiliskonunum Þórdísi Geirsdóttur og Ólöfu Maríu Jónsdóttur en þær enduðu báðar á 224 höggum eða 14 höggum yfir pari. Bráðabana þurfti því til að fá úr því skorið hvor lenti í öðru sæti og fór það svo að Ólöf María hafði betur. Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki. Hann spilaði á 214 höggum sem var einu höggi betra en þeir Guðlaugi Rafnsson GJÓ og heimamaðurinn Aðalsteinn Ingvarsson gerðu. Guðlaugur lék best allra á hringnum í dag. Hann lauk leik á 70 höggum eða á pari vallarins. Nökkvi sem var í 3.-4. sæti fyrir lokahringinn lék í dag best allra á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Bráðabana þurft til að fá úrslit um annað og þriðja sætið og var það Aðalsteinn Ingvarsson sem hafði betur gegn Guðlaugi. Einnig þurfti bráðabana til að fá úr því skorið hvort Sigursveinn Þórðarson GV eða Viðar Elíasson GV hlytu annað sætið í þriðja flokki karla og fór svo að Sigursveinn vann.Meistaraflokkur karla 1 Nökkvi Gunnarsson NK, 71/ 71/ 72/ 214 +4 2 Aðalsteinn Ingvarsson GV, 72/ 70/ 73 / 215 +5, eftir bráðabana 3 Guðlaugur Rafnsson GJÓ, 737/ 72/ 70/ 215 +5 2 flokkur karla 1 Ingi Sigurðsson GV, 71/ 81/ 82/ 234 +24 2 Björn Steinar Stefánsson GKG, 78/ 80/ 77/ 235 +25 3 Kristján Ragnar Hansson GK, 77/ 79/ 81/ 237 +27 3 flokkur karla 1 Óðinn Kristjánsson GV, 88/ 91/ 87/ 266 +56 2 Sigursveinn Þórðarson GV, 91/ 86/ 927 269 +59 3 Viðar Elíasson GV, 92/ 88/ 89/ 269 +59Meistaraflokkur kvenna 1 Ragnhildur Sigurðardóttir GR, 73/ 74/ 75/ 222 +12 2 Ólöf María Jónsdóttir GK, 75/ 75/ 74/ 224 +14 3 Þórdís Geirsdóttir GK, 70/ 75/ 79/ 224 +14 2 flokkur kvenna 1 Jónína Pálsdóttir GKG, 94/ 85/ 86/ 265 +55 2 Arnfríður I Grétarsdóttir GG, 90/ 89/ 91/ 270 +60 3 Karín Herta Hafsteinsdóttir GV, 92/ 93/ 96/ 281 +71 3 flokkur kvenna 1 Margrét Sigmundsdóttir GK, 83/ 90/ 91/ 264 +54 2 Elín Dröfn Valsdóttir GL, 89/ 95/ 89 / 273 +63 3 Ragnheiður Stephensen GKG, 93/ 907 103/ 286 +76 4 flokkur kvenna 1 Ólöf Baldursdóttir GK, 97/ 99/ 106/ 302 +92 2 Sandra Björg Axelsdóttir GKG, 106/ 103/ 104/ 313 +103 3 Guðrún Einarsdóttir GK, 101/ 105/ 113/ 319 +109 Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ragnhildur Sigurðardóttir GR og Nökkvi Gunnarsson NK tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitil í meistaraflokkum karla og kvenna á Icelandair 35 ára og eldri sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Ragnhildur lék hringina þrjá á 222 höggum eða 12 yfir pari. Fyrsta hringinn lék hún á 73 höggum, þann næsta á 74 höggum og þriðja á 75 höggum. Ragnhildur sem var í öðru sæti fyrir lokahringinn í dag, hafði betur gegn Keiliskonunum Þórdísi Geirsdóttur og Ólöfu Maríu Jónsdóttur en þær enduðu báðar á 224 höggum eða 14 höggum yfir pari. Bráðabana þurfti því til að fá úr því skorið hvor lenti í öðru sæti og fór það svo að Ólöf María hafði betur. Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki. Hann spilaði á 214 höggum sem var einu höggi betra en þeir Guðlaugi Rafnsson GJÓ og heimamaðurinn Aðalsteinn Ingvarsson gerðu. Guðlaugur lék best allra á hringnum í dag. Hann lauk leik á 70 höggum eða á pari vallarins. Nökkvi sem var í 3.-4. sæti fyrir lokahringinn lék í dag best allra á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Bráðabana þurft til að fá úrslit um annað og þriðja sætið og var það Aðalsteinn Ingvarsson sem hafði betur gegn Guðlaugi. Einnig þurfti bráðabana til að fá úr því skorið hvort Sigursveinn Þórðarson GV eða Viðar Elíasson GV hlytu annað sætið í þriðja flokki karla og fór svo að Sigursveinn vann.Meistaraflokkur karla 1 Nökkvi Gunnarsson NK, 71/ 71/ 72/ 214 +4 2 Aðalsteinn Ingvarsson GV, 72/ 70/ 73 / 215 +5, eftir bráðabana 3 Guðlaugur Rafnsson GJÓ, 737/ 72/ 70/ 215 +5 2 flokkur karla 1 Ingi Sigurðsson GV, 71/ 81/ 82/ 234 +24 2 Björn Steinar Stefánsson GKG, 78/ 80/ 77/ 235 +25 3 Kristján Ragnar Hansson GK, 77/ 79/ 81/ 237 +27 3 flokkur karla 1 Óðinn Kristjánsson GV, 88/ 91/ 87/ 266 +56 2 Sigursveinn Þórðarson GV, 91/ 86/ 927 269 +59 3 Viðar Elíasson GV, 92/ 88/ 89/ 269 +59Meistaraflokkur kvenna 1 Ragnhildur Sigurðardóttir GR, 73/ 74/ 75/ 222 +12 2 Ólöf María Jónsdóttir GK, 75/ 75/ 74/ 224 +14 3 Þórdís Geirsdóttir GK, 70/ 75/ 79/ 224 +14 2 flokkur kvenna 1 Jónína Pálsdóttir GKG, 94/ 85/ 86/ 265 +55 2 Arnfríður I Grétarsdóttir GG, 90/ 89/ 91/ 270 +60 3 Karín Herta Hafsteinsdóttir GV, 92/ 93/ 96/ 281 +71 3 flokkur kvenna 1 Margrét Sigmundsdóttir GK, 83/ 90/ 91/ 264 +54 2 Elín Dröfn Valsdóttir GL, 89/ 95/ 89 / 273 +63 3 Ragnheiður Stephensen GKG, 93/ 907 103/ 286 +76 4 flokkur kvenna 1 Ólöf Baldursdóttir GK, 97/ 99/ 106/ 302 +92 2 Sandra Björg Axelsdóttir GKG, 106/ 103/ 104/ 313 +103 3 Guðrún Einarsdóttir GK, 101/ 105/ 113/ 319 +109
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira