Íslenski boltinn

"Hlægilegt hjá greyið manninum"

Mynd: Guðmudur Bjarki
Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, gefur ekki mikið fyrir þau orð sem Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, lét falla eftir leik liðanna í Pepsideildinni í gærkvöld. Þar sakaði Þórður, Kjartan um "óþverraskap" þegar sá síðarnefndi steig ofan á hönd Guðjóns Sveinssonar með þeim afleiðingum að 18 spor þurfti til að sauma saman sárið.

Kjartan segir hinsvegar að um óviljaverk hafi verið að ræða og vísar orðum Þórðar til föðurhúsanna.

"Mér finnst þetta bara vera hlægilegt hjá greyið manninum. Ég get alveg sagt það að ég var ekki að reyna að traðka ofan á neinum. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég hefði átt að bregðast við í rauninnni. Ég heyrði bara í ákveðnum leikmanni kalla, ´straujaðu hann, straujaðu hann!´og boltinn var eiginlega kominn útaf þegar hann [Guðjón Sveinsson]lét sig vaða í tæklingu í mig. Ég sá hann koma og hoppaði upp úr henni, sem betur fer segi ég bara. En því miður lenti ég ofan á höndinni á honum sem var aldrei ætlun mín", sagði Kjartan.

Kjartan ráðlagði um leið Þórði að líta aðeins inn á við og ekki vera alltaf að kenna öllum öðrum um þegar illa gangi.

"Mér finnst að KSÍ verði að fara að skoða það að þeir séu með þjálfara í efstu deild sem biðlar til leikmanna sinna að meiða mig og strauja mig. Ég veit ekki hvar óþverraskapurinn liggur, satt best að segja", sagði Kjartan Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×