Guðrún Brá efst í kvennaflokki | pútterinn var sjóðheitur Valur B. Jónatansson á Kiðjabergsvelli skrifar 17. ágúst 2012 16:26 Guðrún Brá slær hér úr glompu á 16. braut í dag á Kiðjabergsvelli. Valur B. Jónatansson Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er með forystu eftir fyrsta hring af þremur á stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi, Securitas mótinu, sem fram fer á Kiðjabergsvelli. Hún lék hringinn í dag á 72 höggum, eða einu höggi yfir pari. „Það var fyrst og fremst pútterinn sem var heitur í dag, hann var að redda mér hvað eftir annað," sagði Guðrún Brá sem var með 26 pútt á hringnum í dag. Karen Sævarsdóttir úr GS er í öðru sæti, tveimur höggum á eftir og Ingunn Einarsdóttir úr GKG í þriðja sæti. Íslandsmeistarinn frá í fyrra, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, lék vel fyrri hluta hringsins í dag, en lék síðustu þrjár holurnar á 4 höggum yfir pari og endaði á 77 höggum, eða 6 höggum yfir pari. Hún fjórpúttaði á 18. flöt, sem er fátítt hjá henni. Guðrún Brá sagði að það hafi verið frábært að spila fyrri níu holurnar, enda veðrið mjög gott, nánast logn. „Svo fór að blása hressilega þegar við vorum á 12. braut og þá þurfti maður að hugsa leikplanið upp á nýtt. Pútterinn var ótrúlega heitur, eins og hann hefur verið í allt sumar. Ég er yfirleitt að pútta mjög vel, enda er pútterinn minn með reynslu. Pabbi (Björgvin Sigurbergsson) átti hann og notaði mikið á sínum tíma, en pútterinn heitir Ping Zing," sagði Guðrún Brá. Eftir mótið á Kiðjaberginu verður landslið kvenna valið fyrir HM í Tyrklandi í september. Það er því mikilvægt að standa sig í þessu móti til að eiga möguleika á að komast í liðið. Ljóst er að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Íslandsmeistarinn Valdís Þóra Jónsdóttir verða í liðinu og gerir Guðrún Brá sér vonir um að fá þriðja sætið í liðinu með góðum árangri á Kiðjaberginu. „Ég er ekkert að setja á mig of mikla pressu vegna HM, en veit af þessu. Ég spila bara mitt golf og vona að það dugi til," sagði þessi unga og efnilega golfkona sem var Íslandsmeistari unglinga einmitt á Kiðjabergsvelli í síðasta mánuði. Hún setti þá einnig vallarmet er hún lék á 68 höggum. Mótinu verður framhaldið á morgun og lýkur á sunnudag. Staðan eftir fyrsta hring: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 72 2. Karen Guðnadóttir GS 74 3. Ingunn Gunnarsdóttir GKG 75 4. Ingunn Einarsdóttir GKG 76 5. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 77 6. Þórdís Geirsdóttir GK 79 7. Heiða Guðnadóttir GKJ 79 8. Signý Arnórsdóttir GK 80 9. Hildur Kristín Þorvarðardóttir GR 82 10. Hansína Þorkelsdóttir GKG 87 Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er með forystu eftir fyrsta hring af þremur á stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi, Securitas mótinu, sem fram fer á Kiðjabergsvelli. Hún lék hringinn í dag á 72 höggum, eða einu höggi yfir pari. „Það var fyrst og fremst pútterinn sem var heitur í dag, hann var að redda mér hvað eftir annað," sagði Guðrún Brá sem var með 26 pútt á hringnum í dag. Karen Sævarsdóttir úr GS er í öðru sæti, tveimur höggum á eftir og Ingunn Einarsdóttir úr GKG í þriðja sæti. Íslandsmeistarinn frá í fyrra, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, lék vel fyrri hluta hringsins í dag, en lék síðustu þrjár holurnar á 4 höggum yfir pari og endaði á 77 höggum, eða 6 höggum yfir pari. Hún fjórpúttaði á 18. flöt, sem er fátítt hjá henni. Guðrún Brá sagði að það hafi verið frábært að spila fyrri níu holurnar, enda veðrið mjög gott, nánast logn. „Svo fór að blása hressilega þegar við vorum á 12. braut og þá þurfti maður að hugsa leikplanið upp á nýtt. Pútterinn var ótrúlega heitur, eins og hann hefur verið í allt sumar. Ég er yfirleitt að pútta mjög vel, enda er pútterinn minn með reynslu. Pabbi (Björgvin Sigurbergsson) átti hann og notaði mikið á sínum tíma, en pútterinn heitir Ping Zing," sagði Guðrún Brá. Eftir mótið á Kiðjaberginu verður landslið kvenna valið fyrir HM í Tyrklandi í september. Það er því mikilvægt að standa sig í þessu móti til að eiga möguleika á að komast í liðið. Ljóst er að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Íslandsmeistarinn Valdís Þóra Jónsdóttir verða í liðinu og gerir Guðrún Brá sér vonir um að fá þriðja sætið í liðinu með góðum árangri á Kiðjaberginu. „Ég er ekkert að setja á mig of mikla pressu vegna HM, en veit af þessu. Ég spila bara mitt golf og vona að það dugi til," sagði þessi unga og efnilega golfkona sem var Íslandsmeistari unglinga einmitt á Kiðjabergsvelli í síðasta mánuði. Hún setti þá einnig vallarmet er hún lék á 68 höggum. Mótinu verður framhaldið á morgun og lýkur á sunnudag. Staðan eftir fyrsta hring: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 72 2. Karen Guðnadóttir GS 74 3. Ingunn Gunnarsdóttir GKG 75 4. Ingunn Einarsdóttir GKG 76 5. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 77 6. Þórdís Geirsdóttir GK 79 7. Heiða Guðnadóttir GKJ 79 8. Signý Arnórsdóttir GK 80 9. Hildur Kristín Þorvarðardóttir GR 82 10. Hansína Þorkelsdóttir GKG 87
Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira