Arnar Snær með vallarmet á Kiðjabergsvelli – 66 högg Valur B. Jónatansson á Kiðjabergsvelli skrifar 17. ágúst 2012 14:57 Arnar Snær Hákonarson úr GR setti nýtt og glæsilegt vallarmet á Kiðjabergsvelli í dag er hann lék á 66 höggum af hvítum teigum, eða 5 höggum undir pari vallar, á fyrsta hring á Eimskipsmótaröðinni. Hann bætti gamla vallarmetið um tvö högg, en það var í eigu Birgis Leifs Hafþórssonar og Örvars Samúelssonar. Arnar Snær lék skollalausan hring - fékk 5 fugla og 13 pör og var þetta jafnframt besti hringurinn hans á ferlinum. Andri Þór Björnsson úr GR lék einnig gott golf í dag, kom inn á 68 höggum eða 3 höggum undir pari vallar sem er jöfnun á gamla vallametinu. Hann var með sex fulga á hringnum í dag, þar af 5 á fyrri níu. „Þetta gekk ótrúlega vel hjá mér í dag. Aðstæður voru líka mjög góðar og völlurinn í fínu standi. Þá vorum við heppnir að það fór að blása þegar við vorum búnir með 13. braut og því fengum við meðvind síðustu holurnar. Ég hefði getað fengið fugl á16. holu þar sem ég rétt missti stutt pútt fyrir fugli, en náði þó að redda góðu pari á 17. og 18. braut," sagði Arnar Snær glaður í bragði eftir draumahringinn. Arnar Snær sagði þetta skor í dag gefa honum aukið sjálfstraust fyrir næstu tvo hringi, en hann hefur aldrei náð að sigra á Eimskipsmótaröðinni. Þá er hann að undirbúa sig fyrir úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í Þýskalandi í næsta mánuði. „Það er gaman að sjá að ég get skorað svona vel. Ég er búinn að æfa mjög vel og hef verið að bíða eftir þessu," sagði Arnar Snær. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Arnar Snær Hákonarson úr GR setti nýtt og glæsilegt vallarmet á Kiðjabergsvelli í dag er hann lék á 66 höggum af hvítum teigum, eða 5 höggum undir pari vallar, á fyrsta hring á Eimskipsmótaröðinni. Hann bætti gamla vallarmetið um tvö högg, en það var í eigu Birgis Leifs Hafþórssonar og Örvars Samúelssonar. Arnar Snær lék skollalausan hring - fékk 5 fugla og 13 pör og var þetta jafnframt besti hringurinn hans á ferlinum. Andri Þór Björnsson úr GR lék einnig gott golf í dag, kom inn á 68 höggum eða 3 höggum undir pari vallar sem er jöfnun á gamla vallametinu. Hann var með sex fulga á hringnum í dag, þar af 5 á fyrri níu. „Þetta gekk ótrúlega vel hjá mér í dag. Aðstæður voru líka mjög góðar og völlurinn í fínu standi. Þá vorum við heppnir að það fór að blása þegar við vorum búnir með 13. braut og því fengum við meðvind síðustu holurnar. Ég hefði getað fengið fugl á16. holu þar sem ég rétt missti stutt pútt fyrir fugli, en náði þó að redda góðu pari á 17. og 18. braut," sagði Arnar Snær glaður í bragði eftir draumahringinn. Arnar Snær sagði þetta skor í dag gefa honum aukið sjálfstraust fyrir næstu tvo hringi, en hann hefur aldrei náð að sigra á Eimskipsmótaröðinni. Þá er hann að undirbúa sig fyrir úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í Þýskalandi í næsta mánuði. „Það er gaman að sjá að ég get skorað svona vel. Ég er búinn að æfa mjög vel og hef verið að bíða eftir þessu," sagði Arnar Snær.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira