Menning

Sjón ræðir eyjasamfélög í Edinborg

Situr fyrir svörum í hlaðvarpsviðtali á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian.
Situr fyrir svörum í hlaðvarpsviðtali á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian.
Rithöfundurinn Sjón situr fyrir svörum í hlaðvarpsviðtali á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian. Sjón er staddur á bókmenntahátíðinni í Edinborg ásamt Auði Övu Ólafsdóttur og Kristínu Ómarsdóttur. Rætt er við Sjón í hlaðvarpi The Guardian í sambandi við Argóarflísina, eða The Whispering Muse eins og hún nefnist í enskri þýðingu.



Sjón er meðal annars spurður út í þýðingu eyjasamfélaga í verkum sínum og segir að þeir sem alist upp á einangraðri eyju eins og Íslandi geri sér snemma grein fyrir að þeir séu upp á hinn stóra heim komnir.

Sögurnar sem gerist þar fjalli um það að vera innlyksa, löngunina til að komast burt og óttann við innrás. Hann segir enn fremur Argóarflísina dæmi um hvernig höfundar eigi að nýta sér menningararfinn og taka sér skálda leyfi til að blása í hann nýju lífi.

- bs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×