Kameljón Álfrúnar sett upp í Kúlunni 15. ágúst 2012 19:00 Segir mikið álag á leikara að halda uppi heilli sýningu einn síns liðs en í Kameljóni reynir ekki síður á danshæfileika hennar en leikhæfileika. Álfrún Örnólfsdóttir frumsýnir einleikinn Kameljón á leiklistarhátíðinni Lókal eftir rétta viku. Álfrún fékk systur sína, Margréti Örnólfsdóttur rithöfund, til liðs við sig en þetta er fyrsta verkið sem hún semur fyrir leiksvið. "Ferðalag einnar leikkonu um villugjarnar lendur sjálfsins." Svo er Kameljóninu, nýjum einleik Álfrúnar Örnólfsdóttur, lýst en hann verður frumsýndur í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu 22. ágúst næstkomandi. Höfundur er Margrét Örnólfsdóttir, systir Álfrúnar, en Friðgeir Einarsson, félagi leikkonunnar úr leikhópnum ''Ég og vinir mínir'', leikstýrir. "Ég fékk Möggu systur og Friðgeir til liðs við mig því ég vildi gera verk um manneskju sem dregur óhóflega mikinn dám af fólkinu sem hún umgengst og litast af aðstæðunum sem hún lendir í; er eins konar félagslegt kameljón. Einstök aðlögunarhæfni og sífelld hamskipti valda því hins vegar að hún er búin að týna sjálfri sér og fer því á stúfana til að finna sig." Álfrún segist kannast við þennan eiginleika úr eigin fari og það hafi verið kveikjan að verkinu. "Ég held að margir kannist við svona áhrifagirni, hrifnæmi, meðvirkni eða hvað við viljum kalla það. Í verkinu tökum við hins vegar þennan eiginlega og ýkjum hann rækilega svo persónan sem ég leik er mun öfgafyllri og ýktari en ég nokkurn tímann." Álfrún segir sýninguna af svipuðum meiði og þær sem leikhópurinn Ég og vinir mínir hefur vakið athygli fyrir, Húmanímal og Verði þér að góðu. "Já, þetta er á svipuðum nótum; dansleikhús þar sem hreyfing og líkamstjáning leika stórt hlutverk. En það er líka talsverður texti í því; ég er ein á sviðinu og þarf að tala við sjálfa mig og leik allar persónur." Þetta er fyrsti einleikurinn sem Álfrún setur upp og hún segir því fylgja mikið álag að vera ein á sviðinu allan tímann. "Þetta krefst mikillar orku. Þegar maður leikur á móti öðrum verður til ákveðin dýnamík á milli leikaranna, þeir kasta boltanum á milli sín svo að segja. Í einleik þarf maður að halda boltanum á lofti sjálfur allan tímann sem krefst bæði orku og nákvæmni. Þetta var mjög skrítið í fyrsta rennslinu en þetta venst." Þetta er í fyrsta sinn sem þær systur leiða saman hesta sína og fyrsta verkið sem Margrét skrifar fyrir leikhús. Álfrún segir það hafa gengið afar vel. "Ég var viss um að þetta væri verkefni sem myndi henta Möggu. Hún hefur verið mikið í hugmyndavinnu, til dæmis í handritsskrifum fyrir sjónvarp, þar sem margir kasta hugmyndum á milli svo úr verða persónur og senur. Þannig fór samstarfið á milli okkar fram. En þótt þetta hafi verið að sumu leyti nýtt fyrir henni þekkir hún líka leikhúsið vel, hefur samið tónlist fyrir leikverk og mamma var leikkona. Það var mjög eðlilegt og gott flæði á milli okkar og hún hafði gott lag á að koma orðum að því sem ég vildi sagt hafa." Kameljón verður frumsýnt á vegum Lókal-leiklistarhátíðarinnar sem hefst í næstu viku en verður sýnt áfram í Kúlunni að hátíðinni lokinni. Álfrún verður hins vegar á sviði Borgarleikhússins í vetur og leikur þar meðal annars í Gulleyjunni, Bastörðunum og Af músum og mönnum. "Ég er mjög spennt fyrir leikárinu. Ég hef ekki verið í Borgarleikhúsinu áður en við Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri unnum saman hjá Leikfélagi Akureyrar um árið og ég hlakka mjög til að byrja á nýjum vinnustað." Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Álfrún Örnólfsdóttir frumsýnir einleikinn Kameljón á leiklistarhátíðinni Lókal eftir rétta viku. Álfrún fékk systur sína, Margréti Örnólfsdóttur rithöfund, til liðs við sig en þetta er fyrsta verkið sem hún semur fyrir leiksvið. "Ferðalag einnar leikkonu um villugjarnar lendur sjálfsins." Svo er Kameljóninu, nýjum einleik Álfrúnar Örnólfsdóttur, lýst en hann verður frumsýndur í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu 22. ágúst næstkomandi. Höfundur er Margrét Örnólfsdóttir, systir Álfrúnar, en Friðgeir Einarsson, félagi leikkonunnar úr leikhópnum ''Ég og vinir mínir'', leikstýrir. "Ég fékk Möggu systur og Friðgeir til liðs við mig því ég vildi gera verk um manneskju sem dregur óhóflega mikinn dám af fólkinu sem hún umgengst og litast af aðstæðunum sem hún lendir í; er eins konar félagslegt kameljón. Einstök aðlögunarhæfni og sífelld hamskipti valda því hins vegar að hún er búin að týna sjálfri sér og fer því á stúfana til að finna sig." Álfrún segist kannast við þennan eiginleika úr eigin fari og það hafi verið kveikjan að verkinu. "Ég held að margir kannist við svona áhrifagirni, hrifnæmi, meðvirkni eða hvað við viljum kalla það. Í verkinu tökum við hins vegar þennan eiginlega og ýkjum hann rækilega svo persónan sem ég leik er mun öfgafyllri og ýktari en ég nokkurn tímann." Álfrún segir sýninguna af svipuðum meiði og þær sem leikhópurinn Ég og vinir mínir hefur vakið athygli fyrir, Húmanímal og Verði þér að góðu. "Já, þetta er á svipuðum nótum; dansleikhús þar sem hreyfing og líkamstjáning leika stórt hlutverk. En það er líka talsverður texti í því; ég er ein á sviðinu og þarf að tala við sjálfa mig og leik allar persónur." Þetta er fyrsti einleikurinn sem Álfrún setur upp og hún segir því fylgja mikið álag að vera ein á sviðinu allan tímann. "Þetta krefst mikillar orku. Þegar maður leikur á móti öðrum verður til ákveðin dýnamík á milli leikaranna, þeir kasta boltanum á milli sín svo að segja. Í einleik þarf maður að halda boltanum á lofti sjálfur allan tímann sem krefst bæði orku og nákvæmni. Þetta var mjög skrítið í fyrsta rennslinu en þetta venst." Þetta er í fyrsta sinn sem þær systur leiða saman hesta sína og fyrsta verkið sem Margrét skrifar fyrir leikhús. Álfrún segir það hafa gengið afar vel. "Ég var viss um að þetta væri verkefni sem myndi henta Möggu. Hún hefur verið mikið í hugmyndavinnu, til dæmis í handritsskrifum fyrir sjónvarp, þar sem margir kasta hugmyndum á milli svo úr verða persónur og senur. Þannig fór samstarfið á milli okkar fram. En þótt þetta hafi verið að sumu leyti nýtt fyrir henni þekkir hún líka leikhúsið vel, hefur samið tónlist fyrir leikverk og mamma var leikkona. Það var mjög eðlilegt og gott flæði á milli okkar og hún hafði gott lag á að koma orðum að því sem ég vildi sagt hafa." Kameljón verður frumsýnt á vegum Lókal-leiklistarhátíðarinnar sem hefst í næstu viku en verður sýnt áfram í Kúlunni að hátíðinni lokinni. Álfrún verður hins vegar á sviði Borgarleikhússins í vetur og leikur þar meðal annars í Gulleyjunni, Bastörðunum og Af músum og mönnum. "Ég er mjög spennt fyrir leikárinu. Ég hef ekki verið í Borgarleikhúsinu áður en við Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri unnum saman hjá Leikfélagi Akureyrar um árið og ég hlakka mjög til að byrja á nýjum vinnustað."
Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira