Byrjaði með aðeins 30 pund í vasanum en er milljarðamæringur í dag 14. ágúst 2012 15:33 Malcolm Walker, stofnandi og eigandi Iceland Foods, segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Walker byrjaði aðeins með 30 pund í vasanum og eina búð í bænum Oswestry á Englandi, skammt frá velsku landamærunum. Í dag er hann milljarðamæringur og á sinn eigin bát. Walker, sem er afslappaður alþýðumaður í grunninn, er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu, en í viðtalinu fer hann yfir víðan völl, allt frá frosinni matvöru til vandans á evrusvæðinu. Velgengni og vöxtur Iceland búðanna er ævintýri líkastur, en lífsskoðun Walkers er einföld. Lítil yfirbygging og einfaldleiki. Í lok dags skipti bara eitt máli, hvort meira hafi komið í kassann en hafi farið út. Þess vegna trúi hann ekki á langtíma rekstraráætlanir.Frosin matvæli aðeins þriðjungur af sölu, þvert á það sem allir halda „Þetta er þróun. Það hefur breyst í gegnum tíðina. Það eru 42 ár síðan ég stofnaði fyrirtækið og þetta var allt öðruvísi rekstur þá. En þetta snýst um að vera vakandi og breytast eftir því sem markaðurinn breytist. Við höfum aldrei verið með neina áætlun. Þegar við þurfum að afla fjár fyrir einhverju hjá bönkunum þarf maður að koma með fimm ára áætlun. En hún breytist á hverjum mánudagsmorgni, eftir því hvernig sala síðustu viku var. En staða okkar núna er þannig, og hefur verið það síðustu fimm eða sex ár, að við erum ekki frystimiðstöð við seljum ekki bara frosnar vörur. Allir halda það, en það er bara þriðjungur af sölu okkar," segir Malcolm Walker. „Frosinn matur er það sem við hugsum um, það sem við auglýsum, hann er ástæða þess að við erum til. En tveir þriðju af sölunni hjá okkur er ófrosin vara." Walker fer í viðtalinu yfir aðdraganda þess að hann snéri aftur til Iceland árið 2005 en áður hafði Baugur eignast fjórðungshlut í fyrirtækinu. „Baugur kom inn og keypti 25% og þegar ég sá verðgildið halda áfram að lækka hafði ég samband við Jón Ásgeir. Ég hitti hann á skrifstofu hans í London. Skrýtinn náungi. Sítt hár, leðurjakki. Ekki venjulegur breskur kaupsýslumaður. En okkur kom mjög vel saman," segir Walker. Walker segir að samskiptin við Landsbankinn hafi gengið ágætlega eftir gjaldþrot Baugs, en Landsbankinn átti 67 prósenta hlut í Iceland Foods. Það sem er merkilegt er að hann segist eiginlega aldrei hafa hitt Lárentsínus Kristjánsson hjá skilanefnd Landsbankans. Öll samskipti hafi farið í gegnum Baldvin Valtýsson, „Badda." Viðtalið í heild sinni má finna hér. Klinkið Tengdar fréttir "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57 Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Malcolm Walker, stofnandi og eigandi Iceland Foods, segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Walker byrjaði aðeins með 30 pund í vasanum og eina búð í bænum Oswestry á Englandi, skammt frá velsku landamærunum. Í dag er hann milljarðamæringur og á sinn eigin bát. Walker, sem er afslappaður alþýðumaður í grunninn, er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu, en í viðtalinu fer hann yfir víðan völl, allt frá frosinni matvöru til vandans á evrusvæðinu. Velgengni og vöxtur Iceland búðanna er ævintýri líkastur, en lífsskoðun Walkers er einföld. Lítil yfirbygging og einfaldleiki. Í lok dags skipti bara eitt máli, hvort meira hafi komið í kassann en hafi farið út. Þess vegna trúi hann ekki á langtíma rekstraráætlanir.Frosin matvæli aðeins þriðjungur af sölu, þvert á það sem allir halda „Þetta er þróun. Það hefur breyst í gegnum tíðina. Það eru 42 ár síðan ég stofnaði fyrirtækið og þetta var allt öðruvísi rekstur þá. En þetta snýst um að vera vakandi og breytast eftir því sem markaðurinn breytist. Við höfum aldrei verið með neina áætlun. Þegar við þurfum að afla fjár fyrir einhverju hjá bönkunum þarf maður að koma með fimm ára áætlun. En hún breytist á hverjum mánudagsmorgni, eftir því hvernig sala síðustu viku var. En staða okkar núna er þannig, og hefur verið það síðustu fimm eða sex ár, að við erum ekki frystimiðstöð við seljum ekki bara frosnar vörur. Allir halda það, en það er bara þriðjungur af sölu okkar," segir Malcolm Walker. „Frosinn matur er það sem við hugsum um, það sem við auglýsum, hann er ástæða þess að við erum til. En tveir þriðju af sölunni hjá okkur er ófrosin vara." Walker fer í viðtalinu yfir aðdraganda þess að hann snéri aftur til Iceland árið 2005 en áður hafði Baugur eignast fjórðungshlut í fyrirtækinu. „Baugur kom inn og keypti 25% og þegar ég sá verðgildið halda áfram að lækka hafði ég samband við Jón Ásgeir. Ég hitti hann á skrifstofu hans í London. Skrýtinn náungi. Sítt hár, leðurjakki. Ekki venjulegur breskur kaupsýslumaður. En okkur kom mjög vel saman," segir Walker. Walker segir að samskiptin við Landsbankinn hafi gengið ágætlega eftir gjaldþrot Baugs, en Landsbankinn átti 67 prósenta hlut í Iceland Foods. Það sem er merkilegt er að hann segist eiginlega aldrei hafa hitt Lárentsínus Kristjánsson hjá skilanefnd Landsbankans. Öll samskipti hafi farið í gegnum Baldvin Valtýsson, „Badda." Viðtalið í heild sinni má finna hér.
Klinkið Tengdar fréttir "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57 Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
"Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57
Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44