Ellert Aðalsteinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki og 1. flokki. Í öðru sæti varð Sigurþór Jóhannesson úr SÍH og Örn Valdimarsson Skotfélagi Reykjavíkur í þriðja sæti.
Í aðalkeppninni var mjög tvísýnt um úrslit þar til í lokin. Ellert skaut 113+25 í final en Sigurþór Jóhannesson úr SÍH skaut 114+22 í final og munaði því aðeins tveimur stigum í lokin.
Keppnin um þriðja sætið var einnig afar hörð og náði Örn Vadimarsson bronsinu. Hann skaut 111+23 í final en Pétur Gunnarsson úr SÍH endaði með 111+21 í final.
Nýtt Íslandsmet með final í kvennaflokki

Þá varð Gunnar Sigurðsson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari í öldungaflokki og Karl. F. Karlsson, einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur, varð Íslandsmeistari í 0. flokki.
LiðakeppniA-lið Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari karla. Liðið skipuðu þeir Ellert Aðalsteinsson, Stefán G. Örlygsson og Örn Valdimarsson.
Kvennalið Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari og setti um leið nýtt Íslandsmet, 98 stig. Liðið skipuðu þær Dagný H. Hinriksdóttir, Margrét E. Hjálmarsdóttir og Árný G. Jónsdóttir.