McIlroy blés á gagnrýni með sigri á PGA-meistaramótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2012 09:15 Nordicphotos/Getty Norður-Írinn Rory McIlroy vann í gær sigur á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fór á Kiawah eyju í Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum. Yfirburðir McIlroy voru miklir en hann sigraði á þrettán höggum undir pari samanlagt eða átta höggum á undan Englendingnum David Lynn sem varð annar. McIlroy spilaði gallalaust golf í gær þar sem hann fékk sex fugla og tólf pör. Þetta er annar sigur McIlroy á risamóti í golfi en hann vann sigur á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Síðan þá hefur hann átt nokkuð erfitt uppdráttar þar sem hann komst meðal annars ekki í gegnum niðurskurðinn í titilvörn sinni á opna bandaríska og hafnaði í 60. sæti á opna breska í síðasta mánuði. „Ég hef verið nokkuð pirraður með frammistöðu mína á golfvellinum framan á ári en nokkrir fjölmiðlamenn voru þó að hringja viðvörunarbjöllunum að ástæðulausu," sagði McIlroy um gagnrýnina. McIlroy byrjaði í ástarsambandi með dönsku tennisstjörnunni Caroline Wozniacki fyrir um ári síðan og ýmsir talið hann í kjölfarið ekki nógu duglegan á æfingasvæðinu. „Ég held að það hafi ekki verið til betri leið til þess að svara þessari gagnrýni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá kom hún mér í gírinn," sagði McIlroy. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy vann í gær sigur á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fór á Kiawah eyju í Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum. Yfirburðir McIlroy voru miklir en hann sigraði á þrettán höggum undir pari samanlagt eða átta höggum á undan Englendingnum David Lynn sem varð annar. McIlroy spilaði gallalaust golf í gær þar sem hann fékk sex fugla og tólf pör. Þetta er annar sigur McIlroy á risamóti í golfi en hann vann sigur á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Síðan þá hefur hann átt nokkuð erfitt uppdráttar þar sem hann komst meðal annars ekki í gegnum niðurskurðinn í titilvörn sinni á opna bandaríska og hafnaði í 60. sæti á opna breska í síðasta mánuði. „Ég hef verið nokkuð pirraður með frammistöðu mína á golfvellinum framan á ári en nokkrir fjölmiðlamenn voru þó að hringja viðvörunarbjöllunum að ástæðulausu," sagði McIlroy um gagnrýnina. McIlroy byrjaði í ástarsambandi með dönsku tennisstjörnunni Caroline Wozniacki fyrir um ári síðan og ýmsir talið hann í kjölfarið ekki nógu duglegan á æfingasvæðinu. „Ég held að það hafi ekki verið til betri leið til þess að svara þessari gagnrýni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá kom hún mér í gírinn," sagði McIlroy.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira