Gifti sig í miðri sveitakeppni í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2012 07:00 Alfreð Brynjar Kristinsson. Það var nóg að gera um helgina hjá Alfreð Brynjari Kristinssyni, liðsmanni í sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í Sveitakeppninni í golfi því hann gifti sig í gær í miðri sveitakeppni. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Alfreð hefur sigrað í tveimur tvímenningsleikjum af þremur í mótinu hingað til en GKG hefur ekki tapað leik í mótinu til þessa og þykir líklegt til afreka. „Ég þarf að fara úr þessum blautu fötum og drífa mig í giftingarfötin. Þetta er bara gaman," sagði Alfreð kátur í viðtali við Kylfing.is eftir sigurinn á Páli Theodórssyni í GKj í gærmorgun en keppni í 1. deildinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Alfreð dreif sig í bæinn eftir leikinn og gekk að eiga Hönnu Sesselju Hálfdanardóttur í Laugarneskirkju. „Kristinn faðir Alfreðs var með honum á pokanum í rigningunni í gær og brosti líka yfir fjörinu hjá syninum. Hann gerði létt grín og sagðist halda að morgungjöf til eiginkonu Alfreðs væri að mæta með honum í Leiruna í fyrramálið og hjálpa honum í mótinu," segir ennfremur í fréttinni inn á kylfingur.is. Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það var nóg að gera um helgina hjá Alfreð Brynjari Kristinssyni, liðsmanni í sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í Sveitakeppninni í golfi því hann gifti sig í gær í miðri sveitakeppni. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Alfreð hefur sigrað í tveimur tvímenningsleikjum af þremur í mótinu hingað til en GKG hefur ekki tapað leik í mótinu til þessa og þykir líklegt til afreka. „Ég þarf að fara úr þessum blautu fötum og drífa mig í giftingarfötin. Þetta er bara gaman," sagði Alfreð kátur í viðtali við Kylfing.is eftir sigurinn á Páli Theodórssyni í GKj í gærmorgun en keppni í 1. deildinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Alfreð dreif sig í bæinn eftir leikinn og gekk að eiga Hönnu Sesselju Hálfdanardóttur í Laugarneskirkju. „Kristinn faðir Alfreðs var með honum á pokanum í rigningunni í gær og brosti líka yfir fjörinu hjá syninum. Hann gerði létt grín og sagðist halda að morgungjöf til eiginkonu Alfreðs væri að mæta með honum í Leiruna í fyrramálið og hjálpa honum í mótinu," segir ennfremur í fréttinni inn á kylfingur.is.
Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira